Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Síða 18

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Síða 18
98 Það er skiljanlegt, að því færri afkvæmarannsökuð naut, sem um er að velja, því lœgra verður venjulega meðaltalið af tveimur þeim beztu og er þá einmitt komið inn á það spursmál, sem frekar öllu öðru stjórnar árangrinum af sæð- ingunum. Taflan sýnir, að erfðaárangurinn verður 4—6 sinnum meiri ef við tökum 20 naut inn í árganginn, samanborið við að hafa aðeins fjögur naut í árganginum. Frá kynbóta- sjónarmiði mælir því allt með því, að hver sæðingaeining sé sem stærst, og í Noregi er hagkvæmast að hvert kúakyn sé ein eining. Skipting sama kúastofns í fleiri sjdlfstæðar einingar getur til lengdar aðeins leitt til ófullkomins úrvals og hægra framfara i kynbótunum. Hóprœktun hefur verið nokkuð umrædd í sambandi við ræktun einstakra lokaðra kynja. Stofninum er þá deilt í hópa eftir ættum, og sæðinganaut framleidd við skyldleika- ræktun, en síðan notuð í öðrum hópum, en þeim er fram- leiddi þau, en jafnvel skipuleg hópræktun byggir á, að sú kynslóð, er samanstendur af hópunum, skiptist ekki, en sé ræktuð sem ein heild. Gerum nú ráð fyrir, að hagfræðileg undirstaða þeirrar sæðingareiningar, sem bundin er við eitt kúakyn óskipt, sé þannig, að á hverju ári sé haígt að taka til meðferðar 12 ný sæðingarnaut. Til samanburðar væri hægt að skipta kyn- inu upp í þrjá sjálfstæða hópa, er hver gæti þá árlega bætt við fjórum nýjum nautum. í stað þess að velja árlega úr 12 afkvæmarannsökuðum nautum tvö þau beztu, yrði þá að velja tvö þau beztu í þremur hópum, en það yrði ekki einu sinni eins áhrifaríkt, eins og að velja sex þau beztu í einu lagi úr 12 nautum, sem þó yrði að teljast veikt úrval, því vel getur átt sér stað, að þriðja bezta nautið á einni stöð sé betra en 2. bezta nautið á annarri, eða jafnvel bezta nautið á annarri stöð. Áhrifin af þrískiptingunni verða því ekki einu sinni helmingur þeirra áhrifa, sem næðust ef kynstofn- inn væri ræktaður sem ein heild. I þessu dæmi hefur verið

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.