Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Side 5
Séu ársmeðaltöl þessi borin saman við áburðarhlutföllin
hjá nágrannaþjóðum okkar á Norðurlöndum, sést, að hlut-
fallstalan fyrir fosfór er um það bil helmingi lægri hér á
landi og hlutfallið fyrir kalí hér er i/s móts við hlutfalls-
tölu þessara landa. Móti hverri þungaeiningu köfnunar-
efnis verða hlutföllin fyrir fosfór og kalí þessi:
N p K
Danmörk 1.00 0.48 1.45
Finnland 1.00 0.40 0.96
Noregur 1.00 0.42 0.98
Svíþjóð 1.00 0.56 0.87
Island 1.00 0.22 0.28
Enda þótt þessi hlutföll komi nágrannaþjóðuni okkar
einkennilega fyrir sjónir, miðað við þeirra tilraunir og
reynslu, þá eru allmörg samverkandi atriði, sem réttlæta
meiri notkun köfnunarefnis hér á landi, heldur en hjá
þeim.
Því nær öll gróðurframleiðsla okkar miðast við ræktun
fóðurjurta, en hjá þessum þjóðum er korn- og frærækt lið-
ur í framleiðslunni. Sú framleiðsla gerir aðrar kröfur til
hlutfallsins milli köfnunarefnis og steinefnanna. í fóður-
jurtaræktuninni hjá þeiim, einkum í Danmörku og Mið- og
Suður-Svíþjóð, einnig í Noregi og Finnlandi, er lögð áherzla
á ræktun belgjurta, er sjálfar sjá fyrir köfnunarefnisþörf-
inni vegna samlífs þeirra og köfnunarefnissafnandi baktería.
Hinn lági jarðvegshiti hér um gróðurtímabilið veldur
því, að köfnunarefnissamböndin í jarðveginum breytast
mjög hægt og nýtast því gróðrinum seinna hér en í þess-
um löndum.
Þrátt fyrir þetta verður að telja það varhugavert að halda
áfram, sem horft hefur hin siðustu ár, að auka köfnunar-
efnisgjöfina, dn þess að tilsvarandi aukning verði d öðrum