Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Side 32
112
Hér að framan hef ég vikið að því, að lítils stuðnings
megi vænta frá karlmönnum í þessum efnium og að kven-
þjóðin verði að hafa frumkvæðið. Hitt ætla ég þó, að ef
kvenfólkið sýnir nógan áhuga og einbeitni í þessutn efnum,
þá muni karlmennirnir drattast með og leggja fram það, er
til þarf, sem er land, fé og kraftar en ekki kunnáttuna, því
enginn getur látið það, sem hann ekki á, en það er sú hlið
málsins, sem kvenþjóðin, samtök kvenna og skólar, eiga að
byggja upp og svo að sjálfsögðu hagkvasmt og viðhlítandi
leiðbeiningarkeríi. Þegar þetta er fengið þá mun annarri
fyrirstöðu fljótlega rutt úr vegi.
Borgar garðyrkja sig? Þessari spurningu hefur þegar ver-
ið svarað að nokkru hér að framan, en henni mætti svara
miklu ýtarlegar. Menningarleg og heilsufræðileg þýðing
hennar verður vafalaust létt á metunum hjá þeim aurasál-
um, sem allt miða við peninga, en jafnvel þeirra mat stenzt
garðyrkjan vel, ef rétt er á haldið. Garðyrkja, sem miðuð er
við þarfir heimila á grænmeti, kostar sáralítið. Aðeins dá-
litla garðholu, vinnslu hennar, áburð og örlítið fræ. Vinn-
an við slíkan garð er meira skemmtun og tilbreyting en út-
lagður kostnaður, er reikna þarf til verðs, en jafnvel þótt
allt sé reiknað, þá getur slíkur garður miðað við stærð, skil-
að meiru verðmæti og næringargildi, heldur en nokkur
önnur ræktun og með minni fyrirhöfn en nokkur önnur
framleiðsla. Takmark landbúnaðar yfirleitt er að framleiða
fæðu og með þeim nettóarði, að þeir, sem framleiðsluna
stunda, geti af honum lifað á sttmasamlegan hátt. Þetta fæst
auðveldast og umsvifaminnst með garðyrkju og grænmetis-
rækt að því marki, sem slík framleiðsla getur fullnægt þörf-
um okkar, og því meira sem við leggjum ókkur frant við
þessa ræktun og því fjölbreyttari sem við gerum liana, því
meiri hluti af fæðu okkar getur hún orðið.
En svo er önnur hlið á þessu máli. Framleiðsla íslenz.ks
landbúnaðar er tiltölulega einhæf og vegna erfiðra útflutn-
ingsskilyrða er svigrúmið til útþenslu lítið, nema ný fram-