Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Side 29
109
hliðstæðum matjurtum eða öðru matarefni. All víða eru
líka skilyrði til þess að framleiða garðjurtir til sölu fyrir
góðan pening, og jafnvel þótt garðyrkja sé með því sniði, að
hún verði hvorki bein eða óbein tekjulind, svo sem skrúð-
garðarækt, hefur hún sitt gildi, menningargildi, þroskagildi
og uppeldisgildi, sem við þó svo aðeins getum greint, að við
hættum að hafa verðlausar, falskar krónur fyrir okkar eina
sanna guð.
Einhverjum kann að finnast þetta öfgar, en hvað veldur
því þá, að þrátt fyrir talsverðan áróður í ræðu og riti og þó
nokkra verklega kennslu og leiðbeiningar um áratuga bil,
hefur garðyrkju hér hreinlega farið hnignandi síðustu árin,
og undanskil ég þá ilræktunina, sem er sjálfstæður búrekst-
ur, eðlilega mjög staðbundinn og kemur almennri garð-
yrkju, á heimilum í bæ og í sveit, ekki mi'kið við beinlínis.
Sjálfsagt eru orsakirnar til hnignunarinnar fleiri en stór-
mennska og merkilegheit.
Fyrst og fremst má nefna gróðrarstöðvamar gömlu í
Reykjavík og á Akureyri eru úr sögunni sem uppeldis- og
kennslutæki og með þeim garðyrkjukennsla sú, er þær héldu
uppi um langt skeið, ásamt uppeldi á garðjurtum ýmiss
konar og útvegun á trjá-, blóma- og matjurtafræi.
Þessi starfsþáttur var aldrei mjög fyrirferðamikill en þó
ekiki ómerkur. Margar þeirra stúlkna, er sóttu námskeiðin
í þessum stöðvum, leiðbeindu í garðyrkju um lengri eða
skemmri tíma, og það var ómælanlegt hagræði bæði fyrir
þær og fjölmarga aðra að geta fengið frá þessum gróðrar-
stöðvum plöntur af trjám, runnum og blómjurtum, er vitað
var, að hér gátu þrifizt, og fræ af garðjurtum er stöðvarnar
höfðu reynt í mörg ár með góðum árangri. Þegar þessi þjón-
usta féll niður kom ekkert í staðinn. Það var ekki einungis,
að það uppeldi og sú þjónusta, er stöðvarnar höfðu veitt,
félli niður, heldur glataðist einnig að nokkru sú þekking, er
þær höfðu aflað, er við pliintuuppeldi og fræverzlun tók
fólk, er bar takmarkaða þekkingu á þá hluti og ekki hirti