Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Síða 12
92
Finnland 351.000 26
Norður-írland 80.000 26
Vestur-Þýzkaland . . . . 1.450.000 25
Frakkland 2.200.000 23
Noregur 136.000 21
Skotland 95.000 17
Kanada 470.000 9
Nýja-Sjáland 176.000 9
(Hliðstæðar tölur hérlendis líklega ca. 7000 og 20%. Ó. J.)
Samanborið við sum önnur lönd er fjöldi sæðinga í
Noregi lítill en í hröðum vexti og má því ætla, að hann
komist brátt í flokk hinna fremstu landa í þessum efnum,
og kynbótalega séð er þýðing sæðinganna þar nú þegar mun
meiri, en þýðing sveita- eða félagsnautanna, sem hefur fækk-
að úr 2254 árið 1939 niður í 1091 árið 1958. Svo nú fá að-
eins 13.9% af kúnum kálf við félagsnauti og mun ekki
fjarri lagi að 1959 hafi helmingi fleiri kýr fengið kálf við
sæðingu en við félagsnauti.
Þessar staðreyndir sýna, að viðleitnin til að auka afurða-
hæfni kúnna verður fyrst og fremst að byggjast á sæðingum.
Hin mikla aukning sæðinga hefur í raun og veru ekki
haft í för með sér ný, óþekkt kynbótaleg viðfangsefni, en
stærðarhlutföll viðfangsefnanna liafa breytzt. Sum viðfangs-
efni hafa orðið auðveldari, svo sem að fullreyna nautin,
sem notuð eru til kynbóta, og að nýta sem bezt kynbóta-
hæfni góðra nauta. Önnur viðfangsefni hafa orðið vanda-
meiri, svo sem að áætla kynbæturnar fram í tímann. Fyrst
og fremst þarf að haga kynbótastarfinu þannig, að sem bezt-
ur árangur náist af þeim kynbótalegu yfirburðum, sem
sæðingunum fylgja, en fram að þessu hefur aðeins að litlu
leyti verið tekið tillit til þeirra kynbótalegu afleiðinga, sem
sæðingarnar hafa umfram hina eldri tilhögun. Þetta er hlið-
stætt því að taka dráttarvél í þjónustu sína og nota hana til
þess að draga hestatæki.