Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Side 8
88
Verði skortur á einhverju efnanna í jarðveginum í að-
gengilegu ástandi fyrir jurtirnar, er ekki aðeins afleiðing
minnkandi eftirtekja, heldur koma líka fram óeðlileg hlut-
föll í efnasamsetningu heysins, er rýrt geta fóðurgildi þess
og orðið þess valdandi, að fram komi fóðursjúkdómar í bú-
fé við notkun heysins.
Til skýringar því, hve efnainnihald heysins virðist mjög-
háð áburðargjöfinni og hlutföllunum milli tilfluttra efna
með áburðinum, skulu teknar hér upp úr tilraunaskýrslum
Tilraunaráðs jarðræktar niðurstöður einnar tilraunar með
vaxandi skammta af N, P og K, er sýnir þetta mjög greini-
lega. Tölurnar eru meðaltalstölur áranna 1953—1956, en
tvö síðustu árin eru ekki uppgerð, því tilraunin hefur nú
staðið í 6 ár. Meðaltalið er tekið fyrir 6 tilraunastaði, þ. e.
tilraunastöðvarnar fjórar og tvo bæi norðanlands, sem til-
raunina framkvæmdu samtímis. Aburðarskammtar, sem
notaðir voru, eru:
N kg/.ha P kg/'ha K kg/ha
a-liður ......... 0.0 0.0 0.0
b-liður ................. 45 13.11 33.2
c-liður ................. 90 26.22 66.4
d-liður ................. 135 39.33 99.6
e-liður ................. 180 52.44 132.8
Þetta áburðarmagn er miðað við hrein efni og svarar til,
miðað við sýringana P2O5 og K20, að fosfórsýran P2Og er
30 : 60 : 90 : 120 kg/ha, og kalíið, reiknað á sama hátt, er
40 : 80 : 120 : 160 kg/ha. "
Eftirfarandi tölur sýna heildareftirtekju af ha fyrir hvern
lið tilraunarinnar, vaxtaraukann, sem fæst fyrir hvern
áburðarskammt, og efnainnihald heysins af köfnunarefni,
fosfór, kalí og calcium frá hverjum tilraunalið, reiknað í
% af þurrefninu.