Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Qupperneq 55
ir. Þetta hygg ég þó að ekki sé rannsakað til neinna hlýta,
og hvað þá um Reykjavík?
Sú röksemd er ég til vega þyngst gegn Hvanneyri er, að
ekki sé hagkvæmt eða æskilegt að blanda saman bændaskóla
og búnðarháskóla. Þetta er mín persónulega skoðun og ræði
ég hana ekki frekar.
Sjálfsagt er örðugt að finna stað fyrir væntanlegan bún-
aðarháskóla og búvísindadeild, er ekkert megi að finna, en
sem betur fer, geta margir staðir aðrir komið til álita, en
þeir tveir, er nefndir hafa verið, og ætti sem allra fyrst að
fara fram ýtarleg rannsókn á því, hvað til greina geti komið
og hvaða staður hafi mest til síns ágætis.
Þetta er þungamiðja málsins og í því sambandi skiptir
engu máli, hvað búið er að gera eða hver kunna að vera
persónuleg viðhorf og einkaástæður þeirra, er nú starfa við
þær stofnanir, er hér eiga hlut að máli. Gallað skipulag og
starfshætti má lagfæra, undirbúningi og námskröfum má
breyta eftir reynslu og þörfum, en mistök í staðarvali er
erfitt að lagfæra eða breyta eftir að búið er að festa stórfé í
stofnuninni. Því verður að ganga svo frá hnútunum í upp-
hafi, öfga og hleypidómalaust og að undangenginni ná-
kvæmri, hlutlausri rannsókn, að vel megi við una um langa
framtíð.
Síðan ég hripaði niður þessar línur hér að framan, hafa
fimm ungir námsmenn úti í Ameríku sent Alþingi opið bréf
um Búnaðarháskólamálið, þar sem þeir eindregið hvetja til
að skólinn verði staðsettur í Reykjavik sem deild við Há-
skóla íslands. Rök þeirra fimmmenninganna varpa að vísu
engu nýju ljósi á málið, en gefa þó ástæðu til frekari hug-
leiðinga.
Fyrst kemur þá til álita hvert hlutverk landbúnaðarhá-
skóla hér á að vera. Eg hefði haldið að það ætti fyrst og
fremst að vera kennsla í almennum búvísindum, þ. e. jarð-