Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Side 26

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Side 26
Garðyrkjuþankar. Fyrir nokkru síðan stofnaði Ræktunarfélag Norðurlands til fundar á Akureyri fyrir ráðunauta í landbúnaði úr Norð- lendingafjórðungi og fulltrúa frá stjórnum sambandanna. Meðal annars var rætt um garðyrkju á þessum fundi. Flutti Jón Rögnvaldsson, garðyrkjuráðunautur Akureyrarbæjar, framsöguerindi, benti á þýðingu og gagnsemi garðyrkju og ófremdarástand það, er hún væri í, og nauðsyn þess að ráðunautarnir gætu leiðbeint í þessum efnum eins og í öðrum ræktunarmálum landbúnaðarins. Það vakti sérstaklega athygli mína, að þegar frá eru skild- ir frumimælandi og undirritaður, tók enginn ráðunautanna til máls 'uui þetta efni, livort sem því hefur valdið vanmátt- ur eða áhugaleysi, en viðhorf þeirra til málsins má líklega helzt marka af því, sem einn þeirra skaut að mér undir umræðunum. „Við ráðunautarnir höfum engan tíma til að sinna svona dútli,“ sagði hann. Nú má vel vera að ráðunautarnir séu mjög störfum hlaðn- ir, svo eitthvað af því, sem ætti að vera í þeirra verkahring, hljóti að verða útundan og er ekkert við því að segja. Ég hefði tæplega fundið neitt athugavert við áðurgreind um- mæli, ef þau hefðu einfaldlega verið á þann veg, að ráðu- nautarnir hefðu engan tíma til að sinna garðyrkjuleiðbein- ingum, en það sem ég hnaut um, var niðurlag setningar- innar „svona dútli“. Þar með var málum vikið inn á nýjan vettvang, þar með var tímaskortur ráðunautanna ekki orð- inn aðal orsökin til vanrækslunnar, heldur það, að viðfangs- efnið var of smáskítlegt og ómerkilegt til þess, að þeir háu herrar vildu við því líta. Auðvitað gætu héraðsráðunaut- arnir ekki skotið sér undan því að leiðbeina um garðyrkju, ef bændurnir krefðust slíkra leiðbeininga, nema þá, að þeir

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.