Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Side 2

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Side 2
4 um þar á eftir voru stofnuð búnaðarsambönd í öllum sýsl- um fjórðungsins. Þótt svo væri til ætlast í fyrstu, að þau héldu tengslum við Ræktunarfélagið, varð það aldrei nema að nafninu til, þar til ný skipan var gerð fyrir nokkrum ár- um. Félagið varð ekki annað en ævifélagarnir, sem stofnuðu þó óvíða deildir. Þótt starfsemi Ræktunarfélagsins gjörbreyttist svo á fyrstu starfsárum Ólafs, er ég ekki viss um, að það hafi verið hon- um svo mjög á móti skapi, né orðið starfi hans á nokkurn hátt fjötur um fót. Eúnaðarsambands störfunum í heilum landsfjórðungi fylgdu margs konar snúningar, og þar sem félagið hafði nær engu föstu starfsliði öðru á að skipa en framkvæmdastjóranum, hlaut það að dreifa kröftum hans frá búrekstri og tilraunastörfum. Enda reyndist það svo, að jafnframt því sem áðurnefnd breyting varð á skipulagi fé- lagsins, færðist búrekstur þess og tilraunastarfsemi mjög í aukana. Svo mátti kalla, að félagið ræki stórbú, enda varð það smám saman einn helzti tekjustofn þess, en jafnframt því sem búið óx varð tilraunastarfsemin sífellt margþætt- ari, og var hún rekin af forsjá og kunnáttu. Er það til marks um afköst Ólafs, að hvort starfið um sig, bústjórnin og til- raunastjórnin, hefði verið ærið dagsverk hverjum meðal- manni, ekki sízt þar sem hann gekk að daglegum störfum utanhúss og innan hvern dag. Hér er ekki staður til að rekja hinar fjölþættu tilraunir né gera grein fyrir niðurstöðum þeirra, en skýrslur um þær er að finna í Ársritinu á hverju ári. En svo mikið er óhætt að segja, að hér var á marga lund haldið inn á nýjar brautir í tilraunastarfsemi landbúnaðar- ins, og árangur þeirra varð á margan hátt merkilegur og mikilvægur fyrir íslenzk búvísindi. Enda má segja, að Ól- afur sé tilraunamaður fram í fingurgóma, og jafnsýnt um að gera tilraunirnar og vinna úr niðurstöðum þeirra. Eftir að Ræktunarfélagið lét tilraunastarfsemi sína í hendur Til- raunaráðs ríkisins gerðist Ólafur um skeið ráðunautur Bún- aðarsambands Eyfirðinga, og síðar tilraunastjóri Sambands nautgriparæktarfélaga Eyjafjarðar, unz liann lét af því starfi fyrir aldurs sakir á þessu ári.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.