Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 10
þessi aukning á kalkmagni of lengi áfram. Vallarfoxgras er
sáralítið í eldri en sex ára túnum, en af töflunni sést að enn
eykst kalkmagn frá því sem er í heyi af 25 ára túnum og til
túna eldri en 25 ára.
Ef athugaðir eru nú tveir síðustu þættirnir, sem upp voru
taldir, er það sennilegt að ræktunin, umbreytingarnar í jarð-
veginum við að vera nytjaður sem tún, liafi mest áhrif á
hve mikið kalk finnst í heyinu, þar til kemur svo sem veiga-
mikill þáttur að á eldri tún er oftast búið að bera mikið af
búfjáráburði. Aðeins örfá af þeim sýnum, sem efnagreind
voru, eru af landi, sem fengið hafði kalk í tilbúnum áburði,
og því ekki um að ræða áhrif af kalkáburði. Skeljakalk og
þó sérstaklega auðleyst kalksambönd svo sem kalksaltpétur
liafa án efa þýðingu í þá átt að hækka kalkmagn heysins.
Það er þó vert að taka eftir því, að þrátt fyrir notkun áburð-
artegunda nú um árabil, sem ekki innihalda nema lítið af
kalki, er kalkmagn í heyi af eldri túnum samt hærra en af
nýræktunum, sem styttri tíma hafa fengið hinn kalksnauða
áburð.
Ef litið er á fosfórmagn í heysýnum af misgömlum tún-
um í töflu 1 kemur í ljós að það er svipað í Skagafirði og
S.-Þing., þannig að á yngstu túnunum, tveggja ára og yngri,
er fosfórmagn heysins mjög lágt, sérstaklega í S.-Þing. Fos-
fórmagnið er síðan svipað í öllum öðrum túnum (í Skaga-
firði um 0.33% og í S.-Þing um 0.29%), burtséð frá túnum
eldri en 25 ára þar sem magnið er ögn meira. í Eyjafirði er
fosfórmagn heysins svipað á hvaða aldri sem túnin eru.
Sömu þættir og nefndir voru í sambandi við kalkmagn heys-
ins hafa að sjálfsögðu líka áhrif á fosfórmagnið. Hið lága
fosfórmagn í yngstu túnunum í Skagafirði og S.-Þing. verð-
ur að skýra á þann veg að í fyrsta lagi eru ráðandi grasteg-
undir í nýræktum fátækar af fosfór og í öðru lagi eru ný-
ræktirnar snauðar á aðgengilegan fosfór og ef til vill er verr
borið á nýræktir í Skagafirði og S.-Þing. en í Eyjafirði. Burt-
séð frá yngstu túnunum þá er fosfórmagn í heyi af túnum
í Skagafirði nokkru hærra en bæði í Eyjafirði og S.-Þing.
Erfitt er að skýra þetta fyrirbæri. Fosfórmagn heysins af