Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Síða 10

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Síða 10
þessi aukning á kalkmagni of lengi áfram. Vallarfoxgras er sáralítið í eldri en sex ára túnum, en af töflunni sést að enn eykst kalkmagn frá því sem er í heyi af 25 ára túnum og til túna eldri en 25 ára. Ef athugaðir eru nú tveir síðustu þættirnir, sem upp voru taldir, er það sennilegt að ræktunin, umbreytingarnar í jarð- veginum við að vera nytjaður sem tún, liafi mest áhrif á hve mikið kalk finnst í heyinu, þar til kemur svo sem veiga- mikill þáttur að á eldri tún er oftast búið að bera mikið af búfjáráburði. Aðeins örfá af þeim sýnum, sem efnagreind voru, eru af landi, sem fengið hafði kalk í tilbúnum áburði, og því ekki um að ræða áhrif af kalkáburði. Skeljakalk og þó sérstaklega auðleyst kalksambönd svo sem kalksaltpétur liafa án efa þýðingu í þá átt að hækka kalkmagn heysins. Það er þó vert að taka eftir því, að þrátt fyrir notkun áburð- artegunda nú um árabil, sem ekki innihalda nema lítið af kalki, er kalkmagn í heyi af eldri túnum samt hærra en af nýræktunum, sem styttri tíma hafa fengið hinn kalksnauða áburð. Ef litið er á fosfórmagn í heysýnum af misgömlum tún- um í töflu 1 kemur í ljós að það er svipað í Skagafirði og S.-Þing., þannig að á yngstu túnunum, tveggja ára og yngri, er fosfórmagn heysins mjög lágt, sérstaklega í S.-Þing. Fos- fórmagnið er síðan svipað í öllum öðrum túnum (í Skaga- firði um 0.33% og í S.-Þing um 0.29%), burtséð frá túnum eldri en 25 ára þar sem magnið er ögn meira. í Eyjafirði er fosfórmagn heysins svipað á hvaða aldri sem túnin eru. Sömu þættir og nefndir voru í sambandi við kalkmagn heys- ins hafa að sjálfsögðu líka áhrif á fosfórmagnið. Hið lága fosfórmagn í yngstu túnunum í Skagafirði og S.-Þing. verð- ur að skýra á þann veg að í fyrsta lagi eru ráðandi grasteg- undir í nýræktum fátækar af fosfór og í öðru lagi eru ný- ræktirnar snauðar á aðgengilegan fosfór og ef til vill er verr borið á nýræktir í Skagafirði og S.-Þing. en í Eyjafirði. Burt- séð frá yngstu túnunum þá er fosfórmagn í heyi af túnum í Skagafirði nokkru hærra en bæði í Eyjafirði og S.-Þing. Erfitt er að skýra þetta fyrirbæri. Fosfórmagn heysins af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.