Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Síða 15
17
stigið ekki. Til þess að geta sett sýrustigið í samband við
eitthvað annað, þurfa að fara fram rannsóknir á þeim hlut-
um, rannsóknir, sem skera úr um hvert og eitt umræddra
atriða. Ekki er það nóg að framkvæma þær við einhver ein
ákveðin skilyrði. Tilraunir þurfa fyrir aflar þær mismun-
andi aðstæður, sem fyrir hendi eru, svo sem jarðveg, veður-
far, gróður og annað það, sem ástæða er að setja í samband
við sýrustig. Það gefur auga leið af ofanskráðu að vafasamt
er, að heimfæra erlendar rannsóknaniðurstöður á íslenzka
staðhætti, flytja niðurstöðurnar frá löndum þar sem jarð-
vegur er allt annar, veðurfar sömuleiðis, rannsóknir, sem
þar að auki eru ef til vill gerðar með allt aðrar jurtir en hér
vaxa. Við verðum að gera okkar eigin rannsóknir, skapa
sjálfir þann grundvöll, sem þarf til þess að sýrustigsmæling-
ar, og margt fleira í sambandi við jarðvegsefnagreiningar,
geti komið að sem beztum notum fyrir íslenzka jarðrækt og
íslenzkan landbúnað.
TAFLA 5. Sambandið á milli sýrustigs (pH) og jarðvegs-
tegunda í nokkrum hreppum í Norðlendingafjórðungi.
Sýni tekin haustið 1965.
Hreppur og sýsla Sýrustig (pH)
Mýri Valllendi Sandur
Bárðdælahreppur, S.-Þingeyjarsýslu 5.80 5.74 5.86
Glæsibæjarhreppur, Eyjafjarðarsýslu 5.69 5.85 -
Akrahreppur, Skagafjarðarsýslu 5.70 5.81 -
Áshreppur, A.-Húnavatnssýslu 5.70 5.83 5.48
N.-Þingeyjarsvsla 5.29 5.75 6.30
I.jósavatnshreppur, S.-Þing 5.37 5.50 5.44
Skarðshreppur, Skagafjarðarsýslu 5.28 5.49 5.63
Holtshreppur, Skagafjarðarsýslu 5.03 5.05 5.26
í töflu 5 er gerður samanburður á sýrustigi úr nokkrum
hreppum á Norðurlandi. Einnig er sýnt sýrustigið í mis-
munandi jarðvegi. Við athugun á töflunni kemur í ljós, að