Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Qupperneq 26
28
tvö árin var uppskeran mest í b-lið, þar sem fosfóráburður
var borinn á árlega, auk þess sem tætt var niður fyrsta árið.
Hugsanlegt er að fosfóráburðurinn, sem tættur var niður,
liafi örvað rótarvöxt grasanna og rótarkerfið hafi náð lengra
niður, heldur en þar sem yfirbreitt var. Uppskeran varð
þess vegna meiri á fyrsta ári eftir niðurfellingu á fosfór-
áburði, heldur en eftir yfirbreiðslu.
Rannsóknir hafa leitt í ljós, að rótarvöxtur (sbr. t. d.
Franck 0, (1950)) örvast í þeim jarðlögum, sem fosfóráburð-
urinn nær til. Fosfórinn er mjög lítið hreyfanlegur í jarð-
veginum, berst ekki með jarðvökvanum eins og auðleystari
áburðarefni gera, sérstaklega nítrat.
Uppskerutölurnar í d-lið sýna, að óhagkvæmt er að tæta
niður stóra skammta af fosfóráburði til langs tíma. Sé upp-
skera í d-lið borin saman við uppskeruna f c-lið, sézt að öll
árin, nema það fyrsta, er uppskeran minni, þar sem áburð-
urinn var tættur niður.
Heyuppskera og fosfórmagn í % af þurrefni í hvorum
slætti um sig sést á mynd 3, þar sem áburðurinn er yfir-
breiddur, er uppskera fyrri sláttar yfirleitt meiri, heldur en
þar sem tætt er niður nema fyrstu tvö árin. Uppskera seinni
sláttar er hins vegar yfirleitt nokkru meiri eftir niðurfell-
ingu fosfóráburðarins, heldur en eftir yfirbreiðslu.
Fosfórmagn (%) í grasi er lítið eitt lægra í fyrri slætti
eftir niðurfellingu lieldur en eftir yfirbreiðslu, þó eru frá-
vik frá því einstök ár. Arssveifla í fosfórmagni grassins er
minni, þar sem fosfóráburður er notaður árlega, heldur en
þar sem borið er á til lengri tíma.
Þessi tilraun bendir til þess eins og tilraun nr. 21—55, að
skynsamlegt sé að bera á fosfóráburð til að tryggja sem mest
fosfórmagn í uppskeru. Þegar bornir eru á stórir skammtar
af fosfóráburði til margra ára, en fosfóráburður ekki notað-
ur árlega, þá fæst að vísu há fosfórprósenta í heyi fyrstu ár-
in, en er frá líður lækkar fosfórmagn uppskerunnar veru-
lega.
í tilraun nr. 7—56, sem hér um ræðir, fékkst mikil upp-
skeruauki á fyrsta ári við að tæta niður stóran fosfórskammt