Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 28
30
miðað við að bera hann ofan á. Ýrnsar aðstæður hafa mikil
áhrif á, hvað vinnst á fyrsta ári nýræktar við að tæta niður
stóra skammta fosfóráburðar. Þetta kemur fram við saman-
burð á tilraun nr. 7—56 og 21—55. I tilraun nr. 7—56 var
heyfengur 33 hestburðir, þegar 175 kg P voru tætt niður
eða 13 hestburðum meiri, en þegar sama magn var yfirbreitt.
Tvöfalt meira áburðarmagn 350 kg P tætt niður gaf 40 hest-
burði af heyi eða 15 hestburðum meira en sama magn yfir-
breitt. í tilraunina var sáð 5. júní 1956 og vaxtartími 85
dagar. í tilraun 21—55, var hins vegar sáð 21. júní 1953 og
vaxtartíminn var 78 dagar. Þar gáfu 153 kg P, tætt niður
aðeins 2.2 hestburði í tilraunalið d og 4.6 hestburði í c-lið.
í sömu tilraun gáfu 306 kg P, einnig tætt niður, aðeins 10
hestburði. Þarna er að vísu enginn samanburðarliður með
yfirbreiðslu á fosfóráburði, en gera má ráð fyrir að aðrir
þættir en dreifingaraðferð fosfóráburðarins hafi takmarkað
uppskeruna, t. d. árferði og lengd vaxtartímans. Sé sáð og
borið á snemma vors, má ætla að einhver uppskeruauki fá-
ist fyrir niðurfellingu fosfóráburðar. Líklegt er að árferði
og aðrir vaxtarþættir þurfi að vera hagstæðir.
Tilraun nr. 142—62.
Stærð reita var 10 X 5 = 50 m2. Samreitir voru 4.
Byrjað var á tilrauninni 1962 og henni lokið 1965. Grunn-
áburður 1962 var 124.5 kg/ha K og 66.5 kg/ha N. Grunn-
áburðurl963—1965 var 120 kg/lia N, 19.7 kg/ha P og 83
kg/ha K. Grasfræblöndu S. í. S. var sáð 16. júlí 1962. Vegna
þess hve seint var sáð 1962, var ekki unnt að slá tilraunina
það ár. Hins vegar var sauðfé á beittu reitunum þá um
haustið.
Tilraunin var gerð á mýri, sem ræst var frain 1953. Land-
ið var unnið með jarðtætara árið 1962. Liðir I og II voru
aðalliðir í tilrauninni, en aðrir liðir voru undirliðir (split
plot). Óbeittu liðirnir voru girtir af, en fé og kýr höfðu
frjálsan aðgang að aðallið II haust og vor. Ekki var ákvarð-
að hvað mikið gras skepnurnar bitu. Uppskerutölurnar á
lið II eru því aðeins mæling á slegnu grasi.