Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Qupperneq 32
34
Meiri heyfengur fékkst í þessari tilraun við að dreifa fos-
fóráburðinum ofan á heldur en þar sem hann var tættur
niður, eins og tafla 4 sýnir. Kölkun með 4 tonnum af kalki
gaf 5.2—8.4 hestburða uppskeruauka að meðaltali í 3 ár.
Það er athyglisvert, að í fyrsta skipti, sem slegið var 1963
reyndist heyfengur meiri, þar sem fosfóráburðurinn var yfir-
breiddur, heldur en þar sem hann var tættur niður. Hafa
verður í huga að fosfóráburðurinn var borinn á árið áður,
1962.
Æskilegt hefði verið, að tilraunin stæði lengur, til þess að
sjá, hve lengi kalk og fosfóráhrifin entust frá fyrsta ári ný-
ræktarinnar.
Erfitt er að draga ályktanir af uppskerutölunum af beitta
landinu í töflu 4. Skepnurnar höfðu frjálsan aðgang að beit-
arreitunum og engar mælingar voru gerðar á því, hve mik-
ið var bitið.
Gróðurrannsókn, tafla 5, sem gerð var árið 1965, sýnir
greinilega, að vallarfoxgras, háliðagras og túnvingull þola
beitina verr en sveifgrös og língresi.
Vallarfoxgras, háliðagras og sveifgrös héldu sínum hlut
lítið eitt betur á móti öðrum grösum á kölkuðu landi, en
ókölkuðu. Þetta gildir bæði um beitt og óbeitt land. Mun
meira var af língresi á ókölkuðu landi og þar var einnig
lítið eitt meira af snarrót. Túnvingull þreifst heldur betur
á kölkuðu landi, ef það var óbeitt, en nokkuð jafnt á beittu
landi, hvort sem það var kalkað eða ókalkað. Á reitum, þar
sem fosfóráburðurinn var borinn ofan á jókst hlutdeild
sveifgrasa á kostnað língresis miðað við reiti, þar sem fos-
fóráburður var tættur niður. Hlutdeild hágrasanna og tún-
vinguls hélzt nánast óbreytt.
Beit á nýrækt þynnir grassvörðinn mjög verulega eins og
eftirfarandi mælingar sýna: (Tafla 6.)
Einnig voru gerðar tvær talningar á beittu landi umhverf-
is tilraunina, og voru 987 pl^nta á m2 vestan tilraunarinn-
ar og 606 norðan.
Þar sem fosfóráburðinum er dreift ofan á, er fosfétrpró-
sentan í 13 skipti af 18 hærri en þar sem fosfóráburðurinn