Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Side 41
43
háarinnar hefur yfirleitt mælzt lægri en fosfórprósenta í
lieyi fyrri sláttar. Uppskeruaukandi áhrif fosfóráburðarins,
sem borinn var á 1958, komu að mestu fram á fyrra upp-
skeruárinu og voru nær þorrin árið eftir. Samanlagt hafa
122.4 kg/ha P valdið 16 hestburða uppskeruauka.
Fosfóráburðurinn hefur aukið fosfórmagn í % af þurr-
efni nokkuð seinna uppskeruárið, en haft lítil áhrif fyrra
árið, eins og línuritið á rnynd 4 sýnir.
Athuganir á Hvanneyri sýndu, að á nýræktaðri mýrar-
jörð, sem eingöngu fékk mykju, greri landið aðeins þar sem
búfjáráburðurinn hafði legið.
Búfjáráburður dreifist alltaf ójafnt og þess vegna kemur
uppskeruauki fyrir fosfóráburð, sem fellur í eyðurnar.
Reynsla manna, sem búa við svipaðan jarðveg, bendir
líka til þess, að nauðsynlegt sé að bera fosfóráburð á nýrækt,
þó að mikið sé borið á af kúamykju.
Það er nauðsynlegt að endurtaka þessa tilraun á Hvann-
eyri, þar sem niðurstaðan, sem fékkst í þetta sinn er óljós,
en hér er um að ræða töluvert fjárhagsatriði fyrir bændur.
Yfirlit.
Tilraunir voru gerðar á Hvanneyrarmýrinni með notkun
fosfórábnrðar í nýræktir:
A. Aðferðir við fosfórdreifingu.
B. Notkun fosfóráburðar með búfjáráburði.
í einni tilraunanna voru kölkun og beit reynd með nið-
urfelldum og yfirbreiddum fosfóráburði.
Fosfóráburðurinn var þrífosfat.
Um fosfórskort:
Án fosfóráburðar þrífst enginn gróður í nýræktum Hvann-
eyrarmýrarinnar, nema lítilsháttar elfting og língresi á stöku
stað.
Fosfórskortur á grasgrónu landi, sem ekki skortir köfn-