Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Side 45
HELGI HALLGRIMSSON:
Járnbakteríur og mýrarrauði
Hver þekkir ekki mýrapytti, sem eru fullir af ryðbrúnu,
grautarkenndu slýi? Líklega hefur mörgum farið líkt og
höfundi, að pota í þessa pytti með hrífuskaftinu, svo sem
til að sannprófa þann orðróm, sem gekk um slíka pytti, að
þeir væru botnlausir. Kannske hefur líka einhver lagzt nið-
ur við þá og fengið sér að drekka. Ef ekki er allt of mikill
leir eða slý í pyttinum, er vatnið mjög bragðgott og hress-
andi, með sterku járnbragði.
Oft flýtur einnig þunn járnbrá ofan á vatninu, sem brotn-
ar líkt og isskæni þegar við er komið.
Allt þetta sýnir svo ekki verður um villst, að í pyttum
þessum er mikið járn, enda er slýið sem áður var nefnt mest-
megnis svokallaðar járnbakteríur. Birtast þær undir smá-
sjánni sem langir, glærir þræðir eða rör. Stundum er rör-
veggurinn allþykkur og brúnn að lit.
Líferni þessara baktería er harla einkennilegt.
Þær eru frumbjarga, að því leyti að þær geta unnið kol-
sýru úr vatninu. Til þessarar vinnslu nota þær þó ekki orku
sólarljóssins, eins og grænu plönturnar, heldur orku þá er
losnar við sýrun (oxyðasjón) á tvígildu járni (Fe + +) í þrí-
gilt járn (Fe + + +).
Járnbakteríurnar eru því óháðar ljósinu, og ekkert því til
fyrirstöðu að þær gætu þróast í eilífu myrkri.
Þetta sannast ennfremur af því, að slíkar bakteríur setj-
ast oft að í vatnsleiðslum senr innihalda járnmengað vatn
og geta með tímanum jafnvel fyllt þær upp með járnsteini.
F.fni það sem bakteríurnar nota er járnkarbónat, sem er
uppleyst í vatninu. Efnið sem myndast er rauð-járnsteinn,