Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 45

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 45
HELGI HALLGRIMSSON: Járnbakteríur og mýrarrauði Hver þekkir ekki mýrapytti, sem eru fullir af ryðbrúnu, grautarkenndu slýi? Líklega hefur mörgum farið líkt og höfundi, að pota í þessa pytti með hrífuskaftinu, svo sem til að sannprófa þann orðróm, sem gekk um slíka pytti, að þeir væru botnlausir. Kannske hefur líka einhver lagzt nið- ur við þá og fengið sér að drekka. Ef ekki er allt of mikill leir eða slý í pyttinum, er vatnið mjög bragðgott og hress- andi, með sterku járnbragði. Oft flýtur einnig þunn járnbrá ofan á vatninu, sem brotn- ar líkt og isskæni þegar við er komið. Allt þetta sýnir svo ekki verður um villst, að í pyttum þessum er mikið járn, enda er slýið sem áður var nefnt mest- megnis svokallaðar járnbakteríur. Birtast þær undir smá- sjánni sem langir, glærir þræðir eða rör. Stundum er rör- veggurinn allþykkur og brúnn að lit. Líferni þessara baktería er harla einkennilegt. Þær eru frumbjarga, að því leyti að þær geta unnið kol- sýru úr vatninu. Til þessarar vinnslu nota þær þó ekki orku sólarljóssins, eins og grænu plönturnar, heldur orku þá er losnar við sýrun (oxyðasjón) á tvígildu járni (Fe + +) í þrí- gilt járn (Fe + + +). Járnbakteríurnar eru því óháðar ljósinu, og ekkert því til fyrirstöðu að þær gætu þróast í eilífu myrkri. Þetta sannast ennfremur af því, að slíkar bakteríur setj- ast oft að í vatnsleiðslum senr innihalda járnmengað vatn og geta með tímanum jafnvel fyllt þær upp með járnsteini. F.fni það sem bakteríurnar nota er járnkarbónat, sem er uppleyst í vatninu. Efnið sem myndast er rauð-járnsteinn,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.