Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Side 46
48
eða mýrarrauði (Fe (OH)3 eða Fe3 03). Má því skrifa efna-
breytinguna á eftirfarandi veg:
4 Fe œ3 + 6 H, O + 02 = 4 Fe (OH)3 -+ 4 CO;, -+ 648 kal.
Rauðinn er óuppleysanlegur í vatni og fellur því til botns
eða hleðst utan á veggi pyttsins.
Raunar hleðst hann fyrst í vegg bakteríuþráðarins, sem
síðan sezt í vegg pyttsins. Með tímanum geta slíkir pyttir
fyllst upp af rauðajárni, og eru þá hinar ákjósanlegustu
járnnámur.
Svo sem kunnugt er, var unnið járn úr mýrarrauðanum
til forna hér á landi. Kallaðist sú vinnsla rauðablástur. (Ná-
kvæma lýsingu á rauðablæstri er að finna í Iðnsögu íslands
eftir Guðm. Finnbogason.) Rauðinn inniheldur um 40%
járn, og er því á við bezta jámstein erlendan.
Það sem hins vegar kemur í veg fyrir vinnslu hans nú á
dögum er það, hversu dreifðar þessar rauðanámur eru og
lítið í stað.
I rauðanámunum má oft sjá einkennilegar rörmyndanir
eða kleggja, sem geta orðið um sentímeter í þvermáf og
nokkrir sentímetrar á lengd. Myndun þessara kleggja fer
sennilega þannig fram, að rauði hleðst utan á rætur plantna,
einkum elftingajarðstöngla. Með tímanum leysist svo stöng-
ullinn upp, en eftir verður rauðahýðið.
Járnbráin, sem áður var minnst á, er gerð af hreinu járni
(Fe) og stafar af því að hluti af járnkarbónatinu afsýrist (re-
duserast).