Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 49
51
ammoniumnitrat, kalkammon, þvagefni (urea), fljótandi
ammoniak og fleiri, sem allar eru snauðar á brennistein. Ef
til vill hefur hið háa magn af brennisteini í áburði áður
fyrr og þar af leiðandi útilokun á brennisteinsskorti gert
bændur, áburðarfræðinga og aðra þá er um þessi mál hafa
fjallað ekki eins vara um sig. Hefur það og sýnt sig, að á
allra síðustu árum þegar notkun af áðurnefndum áburðar-
tegundum, sem innihéldu brennistein, vék fyrir öðrum, að
ekki var höfð gát á því að moldinni og plöntunum bærist
nægilega mikill brennisteinn. Víða hafa menn þó á allra
síðustu árum rumskað þegar uppskerurýrnun var á það stig
kominn að nokkur brögð voru á. í Noregi t. d. hafa á síð-
ustu árum verið gerðar allvíðtækar athuganir á brennisteins-
skorti og komið hefur í ljós (0delien) að í tilraunum með
brennisteinsáburð hefur meiri uppskera fengizt í 83% af
tilraunum þar sem sáð hafði verið til rófna eða káls, 32%
þar sem ræktað var korn og 20% af tilraunum, sem útlagð-
ar voru á túni. Höfundur getur þess þó að þessar niðurstöð-
ur gefi ekki heildarmynd af brennisteinsástandi jarðvegs í
Noregi ,til þess hafi tilraunirnar verið of fáar og staðið of
stutt. Ályktunin verði að vera sú, að brennisteinsskortur
muni ekki vera svo óalgengur í Noregi.
í Svíþjóð hefur orðið vart við brennisteinsskort í tilraun-
um (Gunnarsson), (Johanson).
Á fjarlægari slóðum svo sem Nýja-Sjálandi og Ástralíu er
brennisteinsskortur allþekkt fyrirbrigði og á ýmsum svæð-
um í U. S. A. háir hann sprettu. Búast má við að skortur á
brennisteini valdi víðar uppskerutjóni heldur en vitað er
um í dag, þar sem rannsóknir á þessu vandamáli landbún-
aðarins eru svo að segja á frumstigi.
Brennisteinsskortur í íslenzkum túnum.
a) AðdragancLi.
Þróun áburðarmála hér á íslandi hefur orðið sú, að und-
angengin 10—20 ár hafa nær eingöngu verið notaðar áburð-
4!