Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Side 50
52
artegundir, sem mjög eru snauðar á brennistein þ. e. þrífos-
fat brennisteinsmagn breytilegt 1 — 1.5%, kjarni enginn
brennisteinn og klórkalí, sem aðeins inniheldur (ign af
brennisteini.
Beinar rannsóknir með brennisteinsáburð hafa ekki ver-
ið framkvæmdar hér á landi fyrr en sumarið 1966. Óbeint
hefur þó brennisteinn dregizt inn í tilraunir, þar sem ýms-
ar áburðartegundir, sem notaðar hafa verið í tifraunum,
innihaida brennistein. Sem dæmi um þetta má nefna sam-
anburðartilraun af fosfóráburðartegundum, annars vegar
superfosfat með brennisteini (seinni ár hefur superfosfat
ekki verið með í þessum tilraunum) og hins vegar ýmsar
brennisteinslausar eða brennisteinslitlar fosfóráburðarteg-
undir. Vill nú svo til, að ekki hefur verið mikili mismunur
á hinum ýmsu tegundum, og ef hann hefur komið í ljós,
þá hefur hann verið skýrður út frá mismunandi notagildi
fosfórsins í umræddum tegundum. Arið 1959 er hafin tii-
raun á flestum tilraunastöðvunum, þar sem borið er sarnan
klórkalí og brennisteinssúrt kalí. Strax árið eftir sýna niður-
stöður frá Hólum í Hjaltadal (Skýrslur tiiraunastöðvanna
1959—60), að brennisteinssúrt kalí gefur þar mun meiri
uppskeru eðá ca. 12 hkg/ha. Á Sámsstöðum var útlögð vor-
ið 1960 tilraun með vaxandi skammta af gipsi og fyrsta árs
niðurstöður sýna (Skýrslur tilraunastöðvanna 1959—1960),
að 200 kg gips á hektara gefur ca. 11 hkg/ha uppskeruauka,
miðað við uppskeru af reitum, sem ekkert gips fékk. Þrátt
fyrir þennan jákvæða árangur úr nefndum tilraunum urðu
niðurstöður þeirra ekki til að leiða athyglina að brenni-
steinsskorti í íslenz.kum túnum.
Eftir því, sem bezt verður vitað, vakna fyrstu grunsemdir
um brennisteinsskort hér á landi, þegar mývetnskir bænd-
ur staðhæfðu að þeir fengju óvenju góða sprettu við notkun
á ammonsúlfatsaltpétri og mun betri en af öðrum áburðar-
tegundum. Var það árla vors 1965, sem mér bárust þessi um-
mæli Mývetninga til eyma. Sumarið 1965 er notaður víða
um Norðurland blandaður áburður, sem venjulega gekk
undir nafninu „25—15“ (áburðurinn innihélt 25% N og