Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 57
59
brennisteinssúru kalí eða álíka mikið af gipsi á hektara.
Meðan enn eru notaðar eingildar áburðartegundir verður
sennilega hagkvæmasta lausnin á brennisteinsvandamálinu
að nota brennisteinssúrt kalí. (Vorið 1966 voru 50 kg af
brennisteinssúru kalí 45 krónum dýrari en sama magn af
klórkalí.) Ef þróun mála verður svipuð hér og í nágranna-
löndum okkar má búast við því að í vaxandi mæli verði al-
gildur áburður á boðstólum, sem þá inniheldur brennistein,
enda er nú þegar, vorið 1967, bændum boðið upp á bland-
aðan áburð, sem inniheldur köfnunarefni, fosfór og kalí og
þar að auki 2.7% brennistein.
Niðurstöður efnagreininga á heysýnum úr tilraununum.
Sýni úr hverjum tilraunalið og úr öllum tilraununum
voru efnagreind á rannsóknarstofu. Ákvarðað var magn eftir-
talinna efna: Kalsíum (kalk), fosfór, kalí, magnesíum og
natríum. Auk þessa var próteinmagn ákvarðað í fyrri slætti
af tilraun í Villingadal.
Niðurstöður þessara efnagreininga eru sýndar í töflu 5.
Við athugun á töílunni kemur í ljós að brennisteinsskortur
virðist sáralítil áhrif hafa á steinefnamagn heysins. Sýni af
a-lið, sem engan áburð fékk, hefur lægra magn en sýni af
hinum liðunum, sem síðan virðast mjög svipaðir.
Reynt var að ákvarða brennistein í heysýnum af tilraun-
unum. Niðurstöðurnar finnast í töflu 5. Af töflunni sést
að yfirleitt stígur brennisteinsmagn heysins með vaxandi
brennisteinsáburði. Nokkur mismunur er þó á milli til-
raunastaða og er hey úr fyrri slætti í Villingadal með lang-
hæst magn.