Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 59
62
Samandregið yfirlit.
1. Brennisteinn er nauðsynlegur plöntum og dýrum til
vaxtar og viðhalds.
2. Brennisteinn, sem ekki finnst í lífrænum samböndum,
er yfirleitt laust bundinn í jarðvegi og skolast auðveldlega
burtu. Líkur eru því fyrir vöntun á þessu efni, ef jarðveg-
ur er snauður á lífrænar leifar og ef úrkoma inniheldur
lítið magn af brennisteini eða ef úrkoman fellur utan
sprettutíma plantnanna.
3. Minnkandi brennisteinsmagn í tilbúnum áburði sam-
fara minni notkun á búfjáráburði á tún hafa aukið mjög
á h'kur fyrir brennisteinsskorti.
4. Engar tilraunir hafa verið gerðar sérstaklega með til-
liti til brennisteinsskorts hér á landi fyrr en sumarið 1966.
5. Niðurstöður tilrauna sumarið 1966 sýna ótvírætt að
um brennisteinsskort er að ræða á þeim svæðum, sem til-
raunirnar voru útlagðar.
6. Af þeim niðurstöðum úr brennisteinstilraunum, sem
nú liggja fyrir, má ráða að 8 kg af brennisteini á hektara
muni vera nægilegt til að hindra skort ef uppskera af land-
inu er ekki mjög mikil (ekki meiri en 50—60 hkg/ha.) ílf
möguleiki er á meiri uppskeru þá duga sennilega ekki minna
en 15—20 kg brennisteinn á hektara. Taka verður fram að
um frumrannsóknir er að ræða og möguleiki er á að nefnt
magn geti breytzt við áframhaldandi tilraunir.
7. í’.ins og sakir standa mun hagkvæmasta úrbótin, ef á
brennisteinsskorti bólar, notkun á brennisteinssúru kalí
(einn poki, 50 kg, inniheldur hér um bil 8 kg af brenni-
steini). í framtíðinni mun, ef að líkum lætur, verða á boð-
stólum algildar blandaðar áburðartegundir, sem þá 1 íka
innihalda brennistein.
8. Niðurstöður efnagreininga á heysýnum úr brenni-