Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Side 65
70
góðar kýr. Auk þess koma yngstu kýrnar, 1. og 2. kálfs kvíg-
urnar, ekki með í samanburðinn.
Árangur rannsóknarinnar sést á töfln 2. I eldri kúahópn-
um eru alls 635 kýr, en í þeim yngri 993 kýr. Fitu % summ-
urnar eru samanlögð meðalfita þeirra kúa, er sannsóknin
nær yfir í hvorum flokki í þrjú ár. Eldri kýrnar eru svo sem
fyrr greinir athugaðar í tvö tímabil, annað fyrir 1960, hitt
1963—’65, en yngri kýrnar aðeins í eitt tímabil, 1963—’65.
Til þess að finna endanlega meðalfitu í hvorum hópi og fyrir
hvort tímabilið, verður því að deila í fitu % summurnar
með þreföldum kúafjöldanum í hvorum hópi og fást þá
meðalfitu % I, II og III. Fitu % II að frádreginni fitu % I
gefur þá áhrif bættrar meðferðar á fitumagnið, en fitu %
III að frádreginni fitu % II gefur hins vegar þá aukningu,
er kynbæturnar hafa valdið. Þegar þetta er athugað fyrir alla
heildina, kemur í ljós, að fituaukningin alls hefur orðið
0.24%. Þar af eru 0.06%, eða hluti, vegna bœttrar með-
ferðar, en 0.18%, eða y4 hlutar, vegna kynbóta.
Á töflu II sést, að hliðstæð athugun er gerð fyrir hvert
nautgriparæktarfélag á sambandssvæðinu út af fyrir sig að
einu undanskildu, er liefur svo skamma hríð haft skýrslu-
hald, að það af þeim ástæðum gat ekki komið með í rann-
sóknina. Að sjálfsögðu er árangurinn í hinum einstöku fé-
lögum nokkuð misjafn, svo sem við er að búast. í sumum
félögunum, svo sem Grýtubakkahreppi, Akureyri og Ár-
skógsströnd, eru kýrnar, sem rannsóknin nær til of fáar til
þess að öruggur árangur fáist. Þá hefst fituaukningin mis-
snemma hjá félögunum, samanber t. d. Akureyri og Ár-
skógsströnd, en í þeim tilfellum verður sá árangur, er fram
kemur á töflu 2, eðlilega hlutfallslega minni. Saurbæjar-
hreppur hefur notað sæðingar hlutfallslega lítið, en haft
frjálst og skipulagslítið nautahald. enda er árangurinn eftir
því. Svarfaðardalur liafði til skamfns tíma sitt eigið nauta-
hald, en hefur nú fyrst allra síðustu árin tekið upp sæðing-
ar, og er árangur þeirra varla kominn fram að ráði. Taflan
í heild virðist því gefa mjög eðlilega mynd af þróuninni á
sambandssvæðinu.