Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 66
71
Þegar töflur 1 og 2 eru bornar saman sést nokkur líking
með þeim í meginatriðum. Þess er þó engin von að fullt
samræmi sé á milli þeirra, því á töflu 1 er meðalfitan reikn-
uð af öllum skýrslufærðum kúm árlega, en á töflu 2 er að-
eins þriðjungur skýrslufærðra kúa notaður og meðalfitan
reiknuð fyrir þriggja ára tímabil. Verður hiklaust að telja,
að tafla 2 gefi réttari mynd af þróuninni í heild hvað fitu
aukninguna áhrærir.
Það kynni nú að hvarfla að einhverjum, að þessi fitu-
aukning gæti að nokkru orsakast af ónákvæmni í skýrslu-
haldinu eða við töku mjólkur til fiturannsóknanna. Þótt
slík kenning falli þegar um sjálfa sig vegna þess hve fitu-
aukningin er gagnger fyrir alla heildina, þá er rétt að at-
huga þetta viðhorf dálítið nánar. Það vill svo vel til, að auð-
velt er að sannprófa þetta hvað hineinstöku nautgriparæktar-
félög og heildina áhrærir, við samanburð á meðalfitu skýrsln-
anna og meðalfitunnar í Mjólkursamlaginu á sama tíma.
Auðvitað er meðalfitan í samlaginu fundin af mjólk frá
fleiri kúm en á skýrslunum, því í samlagið leggja inn mjólk
líka þeir, sem engar skýrslur halda. Þegar af þessum ástæð-
um er líklegt.að fitan í samlaginu sé nokkru lægri en á skýrsl-
unum. Ennfremur er fitan í samlaginu fundin við vikulegar
mælingar allt árið, en á skýrslunum er hún reiknuð út af
aðeins 5—6 mælingum. Að lokum má geta þess, að reynsla
Dana er sú, að fitan á mjólkurbúinu sé 0.12—0.22% lægri
en á skýrslunum frá einu og sama búi.
Þetta allt þarf að hafa í huga þegar athuguð er tafla 3 og
hún borin saman við töflu 1, en tafla 3 sýnir hvert fitu %
mjólkurinnar hefur verið úr hinum ýmsu deildum Mjólkur-
samlags K. E. A. frá 1954—’65 og hvert það hefur verið að
meðaltali fyrir heildina. Ber þá þess að gæta, að inn í heild-
armeðaltalið kemur mjólk úr tveimur smádeildum, sem
annars eru ekki teknar með á skýrsluna, þ. e. Hörgdæla- og
Fnjóskdæladeild. Þetta hefur þó engin praktisk áhrif.
Athyglisverðast er, að stígandinn í mjólkurfitunni hjá
samlaginu er síst minni en á mjólkurskýrslunum. Þetta sést
bezt þegar borin eru saman meðaltöl áranna 1957—'59 og