Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Side 68
74
að fara í neinar grafgötur til þess að finna hvernig þetta má
verða.
Eftir að Afkvæmarannsóknarstöðin á Lundi tók til starfa,
fór fullreyndum nautum í eign S. N. E. fljótt fjölgandi og
hlutur þeirra í uppeldi og endurnýjun kúastofnsins óx, auk
þess sem sæddum kúm hefur einnig fjölgað mjög á sama
tíma. Naut þau, er mest liafa komið við sögu á þessu tíma-
bili og öll hafa verið afkvæmarannsökuð á stöðinni, eru:
u ’Sd 'ÖJ A Fylkir Surtur Gerpir Sokki Munkur
Mjólkurfita dætra í af- kvæmarannsókn % 3.98 % 4.04 % 4.19 % 4.02 % 4.38 % ■ 3.96 % 4.20
Öll þessi naut virðast hafa haft eðli til mjög hárrar mjólk-
urfitu og er eigi að undra þótt slíkt komi tiltölulega fljótt
fram á kúastofninum.
Þótt rannsókn þessi sýni mikla aukningu mjólkurfitunn-
ar síðustu árin, á félagssvæði S. N. E., er ekki unnt að segja
með vissu hve mikil þessi aukning er. Þó má telja öruggt
að hún er ekki undir 0.25% en líklegt að hún sé nokkru
meiri, eða um 0.3%. Hér að framan hafa yfirleitt verið not-
uð meðaltöl þriggja ára til samanburðar og er það gert til
þess að jafna úr árferðismun ef einhver er. Einhliða hækkun
mjólkurfitunnar síðustu árin er hins vegar ekki árferðis-
mismunur, en það gefur ekki fyllilega rétta mynd af fitu-
aukningunni.
Allar eða flestar framfarir hafa hagfræðilegan ábata að
takmarki og svo er auðvitað líka hér. Við skulum því að
lokum líta á það hverju þessi aukning mjólkurfitunnar nenr-
ur í gjaldeyri, og göngum þá út frá að hún sé 0.25%.
Síðastliðið ár var mjólkurinnlegg á félagssvæði Mjólkur-
samlags K. E. A. 20.172.800 lítrar, en 0.25% fita gefur þá
5.043.215 fitueiningar. Þá fengu bændur kr. 1.95 fyrir hverja
fitueiningu og gefur því fituaukningin kr. 9.834.269, eða