Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Qupperneq 69
75
tæpar 10 milljónir króna á ári. Hlutur kynbótanna í þeirri
upphæð nemur kr. 7.375.702 eða meira en sjö milljónum
króna á ári og mætti því vænta þess, að bændur teldu ekki
eftir svo sem x/40 hluta þeirrar upphæðar til þess að efla
kynbótastarfið í héraðinu, því skammt mun þeim endast til
framdráttar sú þráhyggja, að allt sé þetta fengið með bættri
fóðrun og meðferð.
Þó er sagan ekki öll hér með, því á sama tíma, sem framan-
greind aukning hefur orðið í mjólkurfitunni, hefur mjólk-
urmagnið, eftir reiknaða árskú, vaxið um ca. 250 kg. Hve
mikið af þessari aukningu er vegna kynbóta og hvað vegna
bættrar meðferðar liggur ekki eins ljóst fyrir og með fitu-
aukninguna, en allar líkur hníga í þá átt, að það sé veru-
legur hluti, ef til vill eigi minni að krónutölu en hlutur
kynbótanna í fituaukanum.
Af framangreindri rannsókn má draga eftirfarandi álykt-
anir:
1. Sú aukning mjólkurfitunnar, sem orðið hefur á félags-
svœði S. N. E. síðan 1960, nemur að minnsta kosti 0.25% og
er að i/4 hluta árangur beettrar fóðrunar og meðferðar, en að
34 hlutum árangur kynbóla.
2. Siðasta áratuginn hefur viðhald og aukning kúastofns-
ins á félagssvceðinu að meginhluta hvilt á nokkrum afkvœma-
rannsökuðum sæðingarnauturn, sem haft hafa eðli til mjög
góðrar mjólkurfitu, og má rekja þennan árangur þangað.
3. Framangreind fituaukning gefur bændum á félags-
svœðinu árlega um 10 milljónir króna auknar brúttótekjur
og er þáttur kynbótanna í þeim, svo sem að framan greinir,
75%, eða 7.5 milljónir króna árlega.
A sama tima hefur m jólkurmagn eftir reiknaða úrskú vax-
ið um ca. 250 kg, er sennilega gefur álíka mikla aukningu
brúttótekna, en hvernig þcer skiptast á bœtta meðferð og
kynbcetur liggur ekki eins Ijóst fyrir og fituaukningin.
4. Þeim árangri, er þannig hef ur náðst, er auðvelt að glata
aftur, sé slegið slöku við kynbœturnar, en með árvekni og
ötulu starfi, er eigi aðeins hœgt að varðveita hann heldur
einnig unnt að auka hann verulega i framtiðinni.