Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 72
78
ormsstaðar og fleiri staða var þá hafinn, og þar á meðal
liafði verið flutt inn dálítið af evrópsku lerki. Virðist ekki
úr vegi að álykta, að sveppurinn hafi getað borizt hingað
með lerkinu eða erlendum birkitegundum.
Sumarið 1937 ferðaðist norski sveppafræðingurinn Ivar
Jörstad um landið, aðallega í leit að ryðsveppum. Hann
finnur hvergi birkiryðið á því sumri. Sumarið 1939 ferðað-
ist Jörstad aftur um landið, og er nú seinna á ferðinni, enda
finnur hann birkiryðsveppinn allvíða á Austurlandi, bæði
á birki og fjalldrapa. Jörstad getur þess einnig, að sam-
kvæmt bréfi frá Ingólfi Davíðssyni, hafi ryðið litað svæði
í birkiskógum við Eyjafjörð árið eftir. Þá telur Ingólfur að
sumarið 1945 hafi verið óvenju mikið ryðsumar.
Sjálfur hóf ég að fylgjast með ryðinu árið 1960, en einmitt
það sumar var ryðið mjög áberandi og útbreitt, a. m. k. norð-
anlands og austan. Einkum voru nýskógar á þessum svæð-
um illa leiknir. Þannig var nýskógurinn í Vaðlaheiði (Vaðla-
skógur) illfær sökum ryðsins um miðjan ágústmánuð og í
septemberbyrjun höfðu mörg tré fellt laufið af þessum sök-
um.
Árið 1961 var lítið um ryð á birki, sem og ryðsveppi yfir-
leitt, en þó fannst það á nokkrum stöðum, einkum á ung-
birki. Sama er að segja um næstu árin á eftir (1962—65), að
birkiryðið var mjög lítið áberandi.
Ef athuguð er veðrátta vorsins og sumarsins 1960, sést að
vorið var óvenju Idýtt og fremur þurrt. Meðalhiti í apríl
var 3.3°, maí 1.5° og júní 2.8° yfir meðallagi, og var júní
heitasti mánuður ársins, sem heldnr er óvanalegt. Úrkoma
apríl og maí var nálægt meðallagi, en úrkoman í júní hins
vegar aðeins hálf meðalúrkoma, og í júlí aftur tvöföld með-
alúrkoma, og í ágúst aðeins áttundi partur meðalúrkomu.
Hinn mikli vorhiti og hinar miklu sveiflur úrkomunnar
hafa ef til vill valdið því að sumarið 1960 var svo mikið
ryðsumar.
Yfirleitt er ryðið heldur seint á ferðinni hérlendis. Mun
þess sjaldan verða vart fyrr en um mánaðamótin júlí—ágúst.
(afnvel sumarið 1960 fannst það ekki fyrr en um 20. júlí og