Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Side 73
79
var sjaldgæft allt til um 10. ágúst, en jókst þá mjög á tiltölu-
lega stuttum tíma. Gæti þetta verið skýringin á því að Jör-
stad finnur ekki ryðið sumarið 1937, en liér var hann að-
eins til 29. júlí það sumar.
Birkiryðið gerir mestan skaða á ungplöntum í uppeldis-
reitum. Finnst það þar í öllum sumrum, í talsverðu magni,
jafnvel þótt það sé annars sjaldgæft. Síðsumars eru beðin
með birkiplöntunum oft ryðgul yfir að líta, og laufin meira
og minna visnuð eða fallin. Er ekki að efa, að ryðsveppur-
inn getur valdið dauða þessara ungu plantna, enda þótt
hann verki almennt ekki drepandi.
Varnarmáttur birkisins gegn ryðsvepp virðist því aukast
með aldrinum. Annars er hugsanlegt að hinar sérstöku að-
stæður í uppeldisbeðunum valdi einhverju um útbreiðslu
sveppsins. Þess er og að gæta, að í uppeldisstöðvunum eru
einnig alin upp lerki, og lerki er iðulega plantað hið næsta
uppeldisreitunum. Má því segja, að hæg séu heimatökin
fyrir sveppinn að berast á milli þessara tegunda.
Þó hefur ekki sannast að skálstigið lifi á lerkinu hér á
landi, og raunar hefur aðeins sumargróstigið (uredosporae)
fundizt hér. (Samkv. Jörstad.)
Ármann Dalmannsson, skógarvörður, telur að ríkuleg
áburðargjöf styrki mjög varnarmátt birkisins í uppeldis-
beðunum. Einnig telur hann sig hafa tekið eftir því að
plöntur ættaðar rir Öræfum séu ónæmari fyrir ryðinu en
t. d. plöntur frá Elallormsstaðaskógi.
F.nda þótt ryðið sé sjaldan svo mikið að það valdi dauða
plantnanna, hefur það þó jafnan í för með sér mikla vaxtar-
seinkun eðá vaxtarstöðnun, þar sem blöðin falla mun fyrr
en eðlilegt er. Er því mikilvægt að geta komið í veg fyrir
ryðið. Ýmiss konar eiturlyf hafa verið reynd en með mis-
jöfnum árangri. (Perenox, Fermate, Captan og Bordeux;
úðun þarf að fara fram áður en mikið tekur að bera á
sveppnum.)
Ivar Jörstad getur þess, að í Noregi leggist ryðið mjög
misjafnt á hinar ýmsu birkitegundir og afbrigði. Elið sama
telur Ingólfur Davíðsson að eigi sér stað hér. Sumarið 1960