Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Side 76
82
Hér verður þó drepið á nokkur atriði, sem gætu orðið íhug-
unarefni fyrir okkur Islendinga.
Danir hafa um árabil gert tilraunir með djúpa plægingu.
Heiðafélagið danska hefur haft forystu í þeim málum þar
í landi. Þessar tilraunir hafa verið gerðar í jarðvegi ólíkum
íslenzkum jarðvegi. I stuttu máli hafa niðurstöður Dana
orðið þessar (1. 2, 3): Þar sem hart, vatnsþétt lag, grófur
sandur eða jarðlag, sem í er eitthvert plöntueitur, er í
minna en 30—40 cm dýpt getur borgað sig að plægja það
djúpt, að harða, vatnshelda lagið sé brotið eða sandi og eitr-
aða laginu blandað saman við efsta gróðurlagið, þannig að
styrkleiki eitursins verði lítill eða eiturefnin breyti um sam-
bönd og verði óskaðleg. F.f um grófan sand er að ræða undir
grassverðinum verður að gæta þess að blanda ekki of miklu
af honum saman við svörðinn. Ekki meiru en svo að í jarð-
veginum verði minnst 2% mold eða 6% leir.
Reynsla Dana af djúpplægingu hefur orðið sú, að hún
auðveldi þurrkun landsins. Vatnið á greiðari gang um jarð-
veginn, þar sem hann hefur verið losaður djúpt við plæg-
ingu.
Þá hefur reynzt bezt að hafa plógstrengina mjóa og ekki
breiðari en 60 cm, hversu djúpt sem plægt er. Ef streng-
irnir eru breiðir, er hætt við, að gróðurskilyrðin verði mis-
jöfn og gróðurinn vaxi í röndum á landinu. Þegar streng-
irnir eru hafðir mjóir, blandast jarðvegurinn betur við
djúpplæginguna.
Þar sem plægt hefur verið með stórum plóg í 80—90 cm
dýpt, hefur reynzt vel að plægja strengina eftir stóra plóg-
inn með öðrum minni í um 40 cm dýpt. Slík meðferð hefur
orðið til þess að jarðvegurinn blandast vel.
Bandarískar og þýzkar tilraunir (5, 6) hafa leitt í ljós, að
mestar líkur eru til að djúpplæging reynist vel, þegar úr-
koma er annað hvort mikil eða lítil, þ. e. langt frá kjör-
stigi. I úrkomusumrum þornar djúpplægt land betur en
annað og þar sprettur því betur. Rótakerfið er venjulega
dýpra í djúpplægðu landi og plönturnar ná þá vatni úr
meiri jarðvegsrými, hafa meiri vatnsforða til að taka af, ef