Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Qupperneq 78
84
lægð frá honum. Breidd spildunnar eru 54 m. Landið hef-
ur þornað illa við framræsluna, og uppskera á því hefur
alltaf verið rýr, sérstaklega norðan við tilraunina, en suður-
endi spildunnar, þar sem tilraunin er, hefur reynzt betur.
Uppskera af tilraunareitunum hefur að meðaltali farið vax-
andi frá norðri til suðurs.
Fimm ár liðu frá því að landið var ræst og þar til það var
unnið. Jarðvegur er mýrajarðvegur, ólagskiptur og um það
bil 2—3 m djúpur. Undirlagið er um íjj m þykkt sandlag
á klöpp. Jarðvegurinn virðist allþéttur af mýrajarðvegi að
vera, holurými tæp 80%. Eðlisþyngd hans er um 1.5, rúm-
þyngd tæpir 0.3, glæðitap um 67% og pH var í byrjun til-
raunar 4.9.
Lýsing á fyrirkomulagi tilraunarinnar.
Hinn 3. júli 1958 var tilraunalandið plægt. Notaður var
skerpiplógur og dragtengdur plógur. Með hvorum plógi
voru plægðir 10 m breiðir og 50—60 m langir teigar þvert
yfir spilduna. Voru plægðir þannig 8 teigar samsíða og var
annar hver teigur plægður með skerpiplóg og annar hver
með minni plóg.
Landið lá svo í plógstrengjum til vors 1959, en 4. júní
það ár var landið unnið með tætara og herfi. Hvort tæki
var notað á helming tilraunarinnar, þannig að tættu reit-
irnir liggja með horn saman, ef tilrauninni er skipt í fjóra
jafnstóra reiti. Á þennan hátt fengust fjórir samreitir fyrir
hverja tilraunameðferð og var hver reitur 10x20 m. Til-
raunaliðir, sem í tilrauninni vorn, urðu þá þannig:
I A. Skerpiplæging og unnið með tætara.
I B. Skerpiplæging og unnið með herfi.
II A. Venjuleg plæging og unnið með tætara.
II B. Venjuleg plæging og unnið með herfi.
Skerpiplógurinn plægði í 50—70 cm dýpt, en það sem hér
er kallað venjuleg plæging, var plæging í 20—30 cm dýpt.
Farnar voru 3 umferðir með herfið (diskaherfi) og unnið