Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Qupperneq 83
89
hefur verið tættur eða herfaður, bendir þessi mismunur á
rúmþyngd til þess, að í herfaða jarðveginum sé minna um
holur en í hinum tætta. I sömu átt bendir vatnsmagnið í
jarðveginum við mettun sýnishornanna. Rúmþyngdin virð-
ist óháð því hvor plógurinn hefur verið notaður.
Vatnsmagnið við töku sýnishornanna er jafnt í svo til
öllum liðum tilraunarinnar, og virðist hið misjafna holu-
rými jarðvegsins í tættu og herfuðu reitunum því lítil áhrif
liafa á vatnsmagn í jarðveginum, en það gæti verið af jrví
að hoiurnar í tætta jarðveginum séu fleiri en í hinum lrerf-
aða, en jafnframt smærri.
Munur á glæðitapi er svo lítill, að engar ályktanir er hægt
að draga af honum.
Grunnvatnsstöðumælingar.
Það er kunn staðreynd erlendis frá, að djúpplæging get-
ur víða komið í stað framræslu. Losun jarðvegsins veldur
því að vatn á greiðari leið um hann, og þar sem jarðvegur-
inn er losaður djúpt þornar jarðvegurinn fljótar en í grunnt
plægðum jarðvegi.
Til að kanna það, hvort skerpiplæging hefði þau áhrif
á mýrajarðveginn í tilraun 87—59, að hann þornaði fyrr
skerpiplægður en plægður á venjulegan hátt, voru grafnar
holur um t m djúpar þvert yfir tilraunalandið á tveimur
stöðum. A öðrum staðnum voru 5 holur í röð með 20 m
bili, þar sem landið hafði verið skerpiplægt og aðrar 5 hol-
ur voru með 20 m bili, þar sem plægt var með litlum plóg.
Grunnvatnsstaðan var mæld í 4 ár (1961 — 1964) frá því
í maí og þar til jörð var farin að blotna á haustin, eða þar
til frost komn. Samandregnar niðurstiiður þessara mælinga
má lita á línuriti 1.
Mælingarnar leiddu í ljós að grunnvatnsyfirborðið lækk-
aði fyrr á vorin í djúpplægðu reitunum en hinum og einnig
fljótar eftir rigningakafla á sumrin. Munaði oft 2—5 dög-
unr, hvað djúpplægðu reitirnir þornuðu fyrr. Ef til vill er
þessi munur á framræslu landsins orsökin fyrir þeim mun