Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Qupperneq 103
109
erindi, sem fjallaði um liin ýmsu vandamál við ræktunina
og kom víða við. Ræddi hann m.a. um áburðarnotkun, jarð-
vinnslu, fræblöndun o. fl. Sérstaklega talaði ræðumaður um
kalið og hina brýnu nauðsyn á því að hafin verði víðtæk
rannsóknarstarfsemi á þessu sviði.
Fundarmenn þökkuðu ræðumanni ræðuna með lófataki.
Fundarstjóri þakkaði erindið og ræddi efni þess að
nokkru. Þá tóku til máls Þór. Haraldsson, Jón Rögnvalds-
son, Teitur Bjtjrnsson, Olafur Jónsson, Ármann Dalmanns-
son, Þórarinn Kristjánsson og Helgi Símonarson. Þá talaði
frummælandi síðastur.
Eftirfarandi tillaga kom frá Jónasi Jónssyni:
„Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands, haldinn á Ak-
ureyri 29. júní 1966, lítur svo á, að kal í túnum sé eitt al-
varlegasta vandamál, sem að íslenzkum landbúnaði steðjar,
og að reynsla undanfarinna ára hafi sýnt að engin önnur
áföll valdi meira og tíðara fjárhagstjóni. Fundurinn bendir
á, að rannsóknir á eðli kalsins og ástæðum hljóti að verða
svo umfangsmiklar og margþættar, að nauðsyn sé að einn
eða fleiri sérfræðingar geti helgað sig þeim eingöngu.
Hann beinir því þeirri eindregnu áskorun til stjórnar
Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, að hún feli þessar
rannsóknir nú þegar sérstökum sérfræðingi, og verði hann
staðsettur þar, sem aðstæður geta orðið sem beztar bæði með
tilliti til rannsókna og tilrauna á kalsvæðunum sjálfum og
vinnu á tilraunastofum.
Fundurinn beinir þeirri áskorun til fjárveitingavaldsins,
að það geri Rannsóknarstofnun landbúnaðarins þetta fært
með því að auka fjármagn til hennar eða veita sér-fjárveit-
ingu til kalrannsókna."
Var tillagan samþykkt með samhljóða atkvæðum.
9. Kosningar:
a) Einn maður í stjórn í stað Ólafs Jónssonar, sem ein-
dregið baðst undan endurkosningu. Kosinn var Jó-
hannes Sigvaldason, og til vara Sigurjón Steinsson.