Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Page 21
23
Steinefnaákvarðanir á heysýnum.
í skýrslu um starfsemi Rannsóknarstofu Norðurlands í 63.
árgangi Ársritsins er frá því greint að sumarið 1965 voru
tekin rúmlega 500 heysýni víðs vegar að af Norðurlandi.
Þá um haustið var síðan ákvarðað í þessum sýnum stein-
efnamagn. Voru nokkrar tölur úr rannsóknum birtar í síð-
ustu skýrslu Rannsóknarstofunnar. Á þessum árum, sem
liðin eru síðan, hefur ekki verið safnað lieysýnum, en nokk-
ur sýni hafa þó borizt á hverju hausti og auk þess hefur
steinefnamagn verið ákvarðað í heysýnum úr allmörgum
túntilraunum með áburð, sem gerðar hafa verið, bæði til-
raunir með brennisteinsáburð og tilraunir með kalk, magní-
um og kalí, sem framkvæmdar hafa verið á nokkrum stöð-
um í Skagafirði bæði sumarið 1967 og 1968. í töflu 1 eru
birtar meðaltalstölur um steinefnamagn í heyi.
Niðurstöður frá árinu 1965 eru sundurgreindar eftir sýsl-
um enda þá allmörg sýni úr hverri sýslu. Árin 1966 og 1967
eru sýni frekar fá og flest úr Eyjafirði. Sumarið 1968 er safn-
að nokkrum sýnum úr Skagafirði, aðallega úr Fljótum og
austanverðum Skagafirði. Sá helzti mismunur, sem þarna
kemur fram milli héraða, er að fosfór og kalkmagn virðist
ögn hærra í sýslunum vestan Eyjafjarðar. Einnig sýnist kalí-
magn að vera lægra í Þingeyjarsýslum en hinum vestari. Aft-
ur á móti er magníum og natríummagn svipað í öllum sýsl-
um. Ekki hafa verið gerðir á þessum tölum neinir skekkju-
reikningar og því er hér ekki um að ræða stærðfræðilegt
mat á því hvort umræddur mismunur á steinefnamagni er
raunhæfur. Þess má geta að svo virðist, að í heyi úr útsveit-
um sé kalí og fosfórmagn minna og magníum og natríum
hærra en í innsveitum.
Þó þessum niðurstöðum í töflu 1 sé raðað hér eftir árum,
er vafasamt að gera mjög miklar ályktanir um mismun milli
ára. Kemur þar til að fá sýni eru sum árin og þó öllu frek-
ar vegna þess að ekki er samræmi á milli tökustaða sýnanna,
þau eru ekki tekin á sömu stöðum á hverju ári. Þrátt fyrir
þetta sýnist mega benda á ákveðin áhrjf af tíðarfarinu á