Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Side 87
89
vinnuveganna er eina bjargráðið, hlýtur það að verða krafa
bænda að á alveg næstu árum verði gerð nákvæm kortlagn-
ing á því hvar á landinu helzt er að vænta þess að vökvun
túngrasa og annars jarðargróðurs gefi einhvern uppskeru-
auka. Kemur það þá í hlut búvísindamanna að reyna að
leysa þennan vanda. Rannsaka hve mikið vatn er aðgengi-
legt plöntum í hinum ýmsu jarðvegstegundum á vorin, þeg-
ar jurtirnar byrja að vaxa, og gefa um það eftirbreytnisleg-
ar reglur til bænda hvernig þeir eiga að forðast það með
vökvun að of lítið vatn verði í jarðveginum.
Því miður eru rannsóknir á þessu sviði búvisinda smáar
og fáar hér á landi enn sem komið er, en Veðurstofa Islands
hefur nú á seinustu árum sýnt þessu máli mikinn áhuga og
er hjá þeirri stofnun nú ráðinn maður, sem eingöngu helg-
ar sig búveðurfræði. Má því vænta að í þessu vandamáli rofi
eitthvað til á næstunni og er það vel.
Hvaðan á búféð að fá steinefni?
Búvísindi síðari tíma hafa, svo sem kunnugt er, leitt í ljós
þau sannindi, að til þess, að búfé geti lifað og vaxið eðlilega
þarf það í fóðrinu heila runu af frumefnum. Þegar í dag-
legu tali er talað um steinefni er þar um að ræða eins kon-
ar samheiti yfir flest þau frumefni, sem skepnan þarf.
Hvaðan fá nú kýr og kindur öll þessi efni?
I grösum og öðrum jurtum er nokkurt magn þeirra sömu
efna og búfé þarf. í heyfóðrinu og með beitinni fá því skepn-
urnar eitthvað af nefndum steinefnum. Nú er þó sá hæng-
ur á að ekki er fullkomið samræmi á þörfum plantna og
dýra til hinna ýmsu steinefna. Þannig virðast sum frumefni
ekki nauðsynleg plöntum, nema þá í mjög smáu magni, en
aftur á móti þurfa dýr þeirra við í nokkrum mæli. Má nefna
meðal þessara efna natríum, joð og kóbolt. Af þessu leiðir
sú ályktun að frá náttúrunnar hendi er búfé ekki endilega
tryggð þau efni, sem það þarf, í því grasi og heyfóðri, sem
nær er einráðandi gróffóður handa búfé á Islandi. Til þess
að fóðrun með steinefni geti orðið með þeim hætti að tryggt