Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Page 94
96
Jóhannes Sigvaldason gerði grein fyrir rekstrar- og efna-
hagsreikningum Ræktunarfélagsins og Rannsóknarstofunn-
ar. Reikningar voru lagðir fram fjölritaðir. Niðurstöður á
rekstursreikningi Ræktunarfélagsins voru 165.098.66. Tekju-
afgangur á árinu nam kr. 29.864.31.
Niðurstöðutölur á efnahagsreikningi Ræktunarfélagsins
voru kr. 1.541.763.75, og er það hrein eign í árslok. Á rekst-
ursreikningi Rannsóknarstofunnar voru niðurstöðutölur
kr. 569.100.65. Tekjur umfram gjöld námu kr. 24.302.76.
Afskriftir á rannsóknar- og skrifstofutækjum nam kr.
53.500.00. Niðurstöðutölur á efnahaofsreikninoi voru kr.
o o
827.917.05. Báðir reikningarnir voru endurskoðaðir og án
athugasemda. Að loknum 2. og 3. lið hér að framan var
orðið gefið laust. Haukur Jörundarson þakkaði formanni
og framkvæmdarstjóra ýtarlegar og fróðlegar skýrslur. Jafn-
framt lýsti hann ánægju sinni yfir því að fiskiræktarmál
hefðu verið tekin á dagskrá hjá félaginu og taldi að þar ætt-
um við ónýtta mikla möguleika.
Síðan voru reikningarnir bornir upp og samþykktir sam-
hljóða.
4. Jóhannes Sigvaldason lagði fram og skýrði fjárhags-
áætlanir fyrir Ræktunarfélag Norðurlands og Rannsóknar-
stofu Norðurlands fyrir árið 1969.
I fjárhagsnefnd voru kjörnir: Teitur Björnsson, Ólafur
Jónsson, Haukur Jörundarson, Árni Jónsson og Aðalbjörn
Benediktsson. Var fjárhagsáætlunum vísað til fjárhagsnefnd-
ar. —
5. Jóhannes Sigvaldason lagði fram og skýrði tillögur
varðandi fiskirækt, sem vísað var til nefndar, en í nefnd-
ina voru kosnir: Egill Bjamason, Sigurður Líndal, Hermóð-
ur Guðmundsson, Þórarinn Haraldsson, Eggert Davíðsson,
Stefán Þórðarson.
F.r hér var komið var kl. rúmlega 12 á hádegi, og þá gefið
fundarhlé til kl. 2.
Kl. 2 eftir hádegi var fundi framhaldið.