Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Side 85
87
ræktir þynnir nrjög út sáðgresið. Hér þurfa að koma víð-
tækari rannsóknaniðurstöður, sem gefa til kynna á hvaða
jurtir og hve mikið er óhætt að beita á þær skepnum.
A vorin þegar kuldar ganga og bændur eru orðnir hey-
tæpir, vill oft svo fara, að sauðfé, sem gengur á túnunum
yrjar þau gjörsamlega upp. Getur þetta, ef tíðarfar er stirt,
dregið allmjög úr sprettu túnanna og veikt rótarkerfi plantn-
anna. Nautgripir ganga ekki eins hart að túninu, byrja
venjulega ekki að bíta fyrr en nokkur hýjungur er kominn,
enda er það staðreynd, að tún í umræddum köldum vorum
eru mun betri þar sem kúm, en ekki kindum, hefur verið
beitt.
Enn má nefna í sambandi við beit á ræktað land að mjög
vantar leiðbeiningar í tæknilegri framkvæmd beitarinnar;
hve stór hólf eigi að beita í, hve oft eigi að skipta um beit-
arhólf, hvernig girðingar séu lreppilegastar o. s. frv. í þessu
sambandi má nefna niðurstöður tilrauna, sem gerðar hafa
verið af Rannsóknarstofnun Landbúnaðárins að Korpúlfs-
stöðum í Mosfellssveit, með að beita sauðfé á ræktað land.
Niðurstöður þessar sýna þá merkilegu útkomu að þær ær,
sem gengið höfðu á ræktuðu landi, eru með áberandi lé-
legri dilka að hausti en ær, sem á úthaga höfðu gengið. Ljóst
er að áríðandi er að rannsakað verði til hlítar hver orsök er
til þessarar endemis aumu afurða af ám, sem beitt er á rækt-
að land að Korpúlfsstöðum.
Beit á ræktað land er ekki eins einfalt fyrirbrigði og ætla
mætti. Hún krefst þekkingar á þeim jurtum, sem til beitar
eru notaðar, nákvæmni í ræktun og áburðargjöf. Varhuga-
vert getur verið að láta sauðfé og hross rótnaga tún haust
og vor. Rannsóknarstarfsemin og leiðbeiningarþjónustan
þarf að starfa látlaust og miklu meir en nú er: Til þess að
tryggja sem bezta tækni við beit, til þess að tryggja affara-
sæla áburðarnotkun á beitilandið og hagkvæmustu beitar-
jurtir og til þess að koma í veg fyrir að afurðir sauðfjár hjá
bændum verði nokkurn tíma jafn lélegar og í tilraun með
að beita sauðfé á ræktað land hjá Rannsóknarstofnun Land-
búnaðarins að Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit,