Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Síða 75
77
veldur eflaust þroskastig jurtanna. Hitastig jarðvegsins hef-
ur einnig áhrif á efnaupptöku og efnamagn jurtanna. (W.
Dijkshoorn and M. L. ’T Hart, 1957 og R. F. Nielsen and
R. K. Cunningham, 1964). Upptaka af kalsíum og magní-
um eykst með auknu hitastigi jarðvegsins. Hins vegar hefur
jarðvegshitinn lítil áhrif á upptöku fosfórs og natríum.
IX. Yfirlit.
Rannsókn var gerð á efnamagni eftirtaldra úthagajurta:
Beitilyng (Callúna vulgáris), ilmbjörk (Bétula Pubescens),
fjalldrapi (.Bétula nána), bláberjalyng (Vaccinium ulginós-
um), sortulyng (Arctostáphylos ava ursi), krækilyng (Empetr-
um nigrum), ljósastör (Carex rostráta) og snarrót (Des-
champsia caespitósa). Enn fremur voru rannsökuð sýni, sem
tekin voru i blautri mýri, framræstri mýri og á árfitjum og
þau greind í hálfgrös og heilgrös, en ekki greind í tegundir.
Yfirleitt var steinefna og próteinmagnið lágt. Fosfórmagn
jurtanna var mjög lágt, ef miðað er við þarfir beitarpenings,
eða í flestum tilvikum á milli 0,1—0,2% af þurrefni, ef mið-
að er við júlí- og ágústmánuði. Manganmagn gróðursins var
hins vegar hátt, eða 135—225 p. p. m. af þurrefni, ef miðað
er við júlí- og ágústmánuð.
Rannsakað var kalsíum- og fosfórmagn í snarrót (Des-
champsia caespitósa) frá sjávarbakka og upp í 350 m hæð
yfir sjó og í 43 km fjarlægð frá sjó. Munur á fosfór- og
kalsíummagni mældu á sama tíma sýndist vera óverulegur.
Hálfgrös eru fosfór- og próteinsnauðari á votlendi en á
þurrum bakka, en heilgrösin ekki og gæti það verið ástæða
fyrir því að votlendi nýtist illa til beitar.
Þakkarorð.
Að framkvæmd tilraunanna unnu auk höfunda: Hanna
Frímannsdóttir, Magnús Ellertsson, Ottar Geirsson, Hólm-
geir Björnsson, Gyða Jónsdóttir og Þjóðbjörg Þórðardóttir,
en Guðmundur Jónsson, skólastjóri, veitti starfsaðstöðu við
Bændaskólann og eru honum færðar þakkir fyrir það.