Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 13
15
Við ítarlegar rannsóknir í plöntunæringarfræði ber að
ákveða styrkleika plöntunæringarefna í jarðvökvunum á
ýmsum tímum vaxtarskeiðsins. Styrkleika plöntunæringar-
efnis í jarðvökvanum má skilgreina sem magn næringarefnis
í jarðvökvanum, mælt til dæmis sem mg í lítra, sem er háð
því magni í jarðveginum, sem ekki er fastbundið. í byrjun
vaxtarskeiðsins — fyrir sáningu — er unnt að ákveða jafn-
vægisstyrkleika á hverju næringarefni í jarðvökvanum, það
er að segja það magn af næringarefninu, sem er í jafnvægi
við þann hluta þess, sem ekki er fastbundinn.
Til hagnýtrar notkunar eru ákvarðanirnar gerðar á mis-
munandi hátt og oft með tilliti til þess, að með skolun á inn-
sendu jarðvegssýnishorni er í fyrsta lagi reynt að fá snið af
þeim hluta plöntunæringarefnisins, sem er gróðrinum auð-
nýttur. Þetta er mælt í styrkleikaeiningum, og við þessar
mælingar er reynt að ná jafnvægisstyrkleika, en er þó tæp-
ast unnt. í öðru lagi er reynt að fá snið af torleystari sam-
böndum plöntunæringarefnisins, rýmdinni, (kapaciteten)
sem nær yfir stærri hluta af fosfórmagni jarðvegsins heldur
en jafnvægisstyrkleikinn (intensiteten) og ræður einkum
stærð jafnvægisstyrkleikans.
Hér skal tekið fram, hvað snertir plöntunæringarefni eins
og t. d. fosfór, sem hefur bundizt í efnasamböndum í jörð-
inni, að jafnvægisstyrkleikinn hlýtur að vera háður kristal-
byggingu rýmdarfosfórsins (kapacitetsphosphor) og því, að
hve miklu leyti yfirborðsfrumeindir kristallanna hafa náð
endanlegri skipan. Jafnvægisstyrkleikinn er háður magni
rýmdarfosfórsins (yfirborði) (6), en upplausnarhraðinn
stendur í hlutfal 1 i við yfirborð rýmdarfosfórsins. Línusam-
hengi er á milli rýmdar næringarefnis — sjá t. d. (2) (5) —
og vatnsleysanlegs næringarefnis, sem fallið hefur út í efna-
samböndum. Form línuritsins er eins og í mynd 10. Formið
má fá af venjulegri jafnbindilínu (adsorptionsisoterm).
Form línuritsins í mynd 10 virðist annars gilda fyrir hvaða
styrkleikaeiningu sem er (intensitetsudtryk).
A undanförnum árum hafa menn einnig haft hug á að
skapa mælikvarða fyrir flæðihraða (diffusionshastighed)