Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Side 28
30
að gjafatími kúnna er lengri á Norðurlandi en sunnanlands
og virðist munurinn tvær vikur. Þegar þessi munur hefur
verið tekinn til greina kemur í ljós, að norðlenzku kýrnar
hafa etið 6.2 F.E. meira á viku af stráfóðri en þær sunn-
lenzku eða 18% meira.
A það hefur verið bent, að þessi munur kunni að ein-
hverju leyti að liggja í því, að norðlenzka stráfóðrið hafi
verið betra en það sunnlenzka. Þetta ætti þó ekki að skipta
miklu máli, þar sem fóðrið er haft eins í F.E. á báðum stöð-
um. Ef fóðurgildi stráfóðursins er betra norðanlands, þá
verður munurinn milli landshluta, talinn í fóðureiningum,
aðeins meiri en taflan sýnir. Þó er ekki hægt að neita því, að
úthey er mun meiri þáttur í fóðri kúnna á Suðurlandi en
norðanlands. Hins vegar er vothey notað heldur meira á
Norðurlandi. Láta mun nærri að úthey og vothey sé um
30% af stráfóðri sunnlenzku kúnna, en aðeins um 7% á
Norðurlandi. Útheysnotkunin er mjög misjöfn í nautgripa-
ræktarfélögunum á Suðurlandi. í sumum sára lítil, í öðr-
um meira en helmingur stráfóðursins, og í Þykkvabænum
hafa kýrnar verið fóðraðar einvörðungu á útheyi. Það vek-
ur athygli, að kjarnfóðurgjöf er ekki meiri, þar sem úthey
er mest notað, og afköst kúnna lítið eða ekkert lakari en
þar, sem taða er notuð nær einvörðungu. Þetta gefur grun
um, að útheyið á þessum stöðum hafi ekki verið mikið lak-
ara en taðan.
Fóðurnotkunin á viku er í báðum tilfellunum lægri, en
búast hefði mátt við, þar sem hér er aðeins um fullmjólka
kýr að ræða. Gefur það grun um, að stráfóðrið kunni að
vera slælega framtalið, en ekki er líklegt, að það breyti veru-
lega hlutfallinu milli landshlutanna.
Fimmtán hæstu og lægstu búin eru valin þannig, að tekið
er eitt í hvorn flokk úr hverju félagi. Samanburður á þess-
um flokkum milli landshluta gefur áþekkan árangur og
heildarsamanburðurinn. Þó vekur ef til vill meiri athygli,
hvað mismunurinn á stráfóðurnotkuninni er mikill innan
hvors landshluta fyrir sig. Mætti af því draga þá ályktun að
geta kúnna til að nýta stráfóður hafi verið mjög misjöfn í