Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 31
ÁRNI G. EYLANDS:
Kalinu boðið heim.
Rahb um ræktunarmál
„Víða kelur tún A vorin.“ —
Þannig kemst Þorvaldur Thoroddsen að orði í Búnaðar-
sögu sinni 1919, er annars furðu fáorður um það mál. En sá
er fyrstur mun hafa skrifað um kal í túnum, og reynt að
skilgreina það nokkuð, er Sveinn Sveinsson búfræðingur og
síðar skólastjóri á Hvanneyri, í skýrslu sinni til Búnaðar-
félags Suðuramtsins, um ferðalög sín á vegum félagsins
1874. Hann segir meðal annars:
„Vér sjáum--------, að nógar eru orsakir til, að tún vor
oft og einatt kali á vorin“. Og ennþá stendur sennilega í
nokkuð góðu gildi sumt af því sem Sveinn sagði þá um kal-
ið, t. d. þetta:
„Það sem mest ríður á, er, að hafa sem flest ræsi eða
vatnsrásir til að taka á móti öllu því vatni, sem kann að
renna yfir túnin, og væri þess vegna gott, ef menn sem víð-
ast hefðu túnin í ávölum teigum með dældum á milli, svo
að vatnið hefði sem bezta afrás, og gæti komizt burtu sem
fljótast. Einnig mundi það sumsstaðar, þar sem svo er hátt-
að, vera mikil vörn móti kalinu, ef lokræsi væru höfð undir
túnunum, því að þá yrði jörðin ekki svo lengi frosin fram
eftir vorinu, og allt vatn mundi þá síga fljótar niður.“
Umræður um kalið eru þannig ekki neitt nýmæli. Oft
hefir kalið orðið bændum þungt í skauti, en á meðan úthey-
skapurinn var miklu meiri en töðufengurinn, varð kal í
túnum bændum sjaldan slík hremming, sent það nú getur
3