Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Síða 20
22
óháð ábornu brennisteinsmagni en hreinpróteinið var þeim
mun stærri hluti af hrápróteininu því meira sem borið hafði
verið á af brennisteini. Sýna þessar niðurstöður að brenni-
steinsskortur í grasrækt á umræddum tilraunastöðum tak-
markar lítið eða ekki upptöku plantnanna af köfnunarefnis-
samböndum, en aftur á móti hindrar of lítill brennisteinn
myndun próteins í plöntunni. Ætla má að brennisteinsskort-
ur í túnum valdi því að taðan verði ekki svo gott fóður sem
skyldi, en æskilegt er að geta rannsakað mun betur þann
þátt þessa vandamáls í íslenzkum landbúnaði.
Kortlögð voru, af búnaðarsamböndunum sumarið 1967,
tún í eftirtöldum hreppum: Hluti af Mývatnssveit í Suður-
Þingeyjarsýslu, Saurbæjarhreppur og Svarfaðardalshreppur í
Eyjafjarðarsýslu, Lýtingsstaðahreppur, Fellshreppur og Hofs-
hreppur í Skagafjarðarsýslu og Svínavatnshreppur í Austur-
Húnavatnssýslu. Á haustdögum 1967 bárust jarðvegssýni til
Rannsóknarstofunnar úr öllum þessum hreppum, þó olli
slæmt tíðarfar í október því að ekki voru tekin eins mörg
sýni og áætlað hafði verið. Náðist þannig ekki að taka úr
öllu mældu landi í Mývatnssveit og Lýtingsstaðahrepp.
Auk þess voru væntanleg nokkur sýni úr Vestur-Húnavatns-
sýslu og Norður-Þingeyjarsýslu, en sýnistökumenn urðu sein-
ir fyrir og veðurguðirnir sáu um það að ekkert varð úr sýna-
töku. Alls bárust um 1650 moldarsýni haustið 1967. F.fna-
greining á mold hófst í desember og lauk í apríl 1968, en á
þessum tíma var einnig unnið að ýmis konar uppgjöri, svo
raunverulegur tími við jarðvegsefnagreiningar hefur vart
verið meira en tveir og hálfur mánuður. Það sem rannsak-
að hefur verið í hverju moldarsýni, þessi þrjú ár, sem rann-
sóknarstofan hefur starfað, er fosfór- og kalímagn og sýru-
stig. Nú er áætlað að bæta við, sem föstum lið í jarðvegs-
efnagreiningunum, ákvörðun á kalkmagni en mikilvægt er
að vita nokkuð um kalkástand jarðvegsins áður en ráðist er
í kölkun túna.