Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Side 38
40
mætti verða einhverjum bónda til jákvæðrar umhugsunar.
Hinu geri ég ekki skóna, að fræðimenn um jarðrækt gefi
máli mínu gaum, hjá þeim mun yfirleitt vera stærra í efni.
„Sinn er siður i landi hvoru“. —
Hér er grasfræi nær án undantekningar sdð i órcektaða
jörð, þykir sjálfsagt, fræi og áburði kennt um, ef ekki fæst
gott tún og góð taða, og ef túnið verður fyrir skráveifum af
kali. Sannarlega eru það undur hve oft og víða fæst allgóð-
ur árangur með þessum hætti, hitt er sízt að undra þótt ár-
angurinn verði oft lélegur og túnin áfallasöm með þessu
háttalagi.
í öðrum löndum, þar sem grasrækt (túnrækt) er vel stund-
uð, er grasfræi nær aldrei sáð í óræktað land. Þetta má skil-
greina þannig:
Við sáningu til túns, er lagður grundvöllur að uppskeru
til fleiri ára, jafnvel þótt skiptiræktun (sáðskipti) sé við
höfð, og hér hjá oss til fjölda margra ára. Því skiptir miklu:
Að búa túngrösunum sem sáð er til, sem allra bezt vaxtar-
skilyrði í einu og öllu.
Að hirða túnið vel, svo að ekkert skerði getu þess til að
gefa mikla eftirtekju ár hvert, um langt árabil.
Og svo verður auðvitað að sá til þeirra grasa sem vænleg-
ast er að nái miklum og góðum og varanlegum þroska, og
reynist gott fóður, ef vel fer um slátt og nýtingu.
Frumatriðið er og verður að hafa rœktað jarðveginn til
nokkurrar frjósemdar, bæði um eðlisástand, lifrœnt ásig-
komulag og jurtanœringu, ÁÐUR EN SÁÐ ER t HANN
TIL TÚNS.
Hér ber mikið á milli þess sem sjálfsagt þykir, þar sem
túnrækt er stunduð af kunnáttu, og þess sem hér er látið
duga við nýræktun til túna. En ekki eru þetta nein ný sann-
indi. Arið 1927 segir svo um þetta:
„í nágrannalijndunum er sjaldan sáð grasfræi í aðra jörð
en þá, sem hefir verið þrautunnin sem akur árum saman, og