Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Qupperneq 86
88
Fáein orð um vökvun túna.
Einn af þeim meginn þáttum, sem ráða líii hér á jörðu,
er vatnið. Hreint vatn eins og það berst okkur með regni
og snjó. Öllum lífverum er nauðsynlegt að liafa vatn ekki
aðeins til þess að lifa heldur er nægilegt vatn frumskilyrði
þess að vöxtur lífsins verði svo sem bezt verður kosið. Af
þessu verður ráðið að sii hámarksuppskera, sem landbún-
aðurinn keppist við að ná, næst þá eingöngu að fyrir því
sé séð að grös og aðrar nytjajurtir hafi nægilegt vatn.
Á síðustu árum kals og kulda hefur lítið verið orðað að
vatnsskortur geti þjakað grös og með því valdið uppskeru-
tjóni. Þó er þetta engan veginn útilokað og skulu nú með
örfáum orðum nefndir ýmsir þættir, er við sögu koma í
þessu sambandi.
I fyrsta lagi er þess að geta að fróðir menn í útlöndum
hafa sýnt fram á, að uppgufun að degi til, af ákveðnum fleti
af grænu grasi í vexti og sem ekki vantar vatn, er sú sama
og af jafnstóru vatnsyfirborði. Á nóttunni gufar ögn minna
upp af grasinu þar eð blöðin loka loftholum sínum. í ann-
an stað er sýnt fram á, að það magn af vatni, sem gufar upp,
stendur í aðalatriðum í réttu hlutfalli við þá geislun þ. e.
það hitamagn, sem okkur berst frá sólinni. Með þessu er
því slegið föstu hve mikið hámarksmagn af vatni grös á
ákveðnu túni geta notað þ. e. a. s. svo mikið sem veðurguð-
irnir leyfa að upp gufi af þessu túni yfir vaxtartímann. Til
þess að ákvarða þetta magn nægja algengar veðurfræðilegar
mælingar, og síðan þar til gerðir útreikningar eftir formúl-
um, sem telja má að séu á nokkuð traustum grunni reistar.
Af framanskráðu er ljóst að svo hægt verði á skynsaman
hátt að segja til um hvar og hve mikið vökva skuli ákveðin
tún, verða að liggja fyrir veðurfræðilegar mælingar á um-
ræddum stöðum. Eru þá fengnar upplýsingar um uppguf-
un og úrkomu á svæðinu, en auk þess þurfa að fara fram
rannsóknir á því hve mikið vatn á vorin er aðgengilegt jurt-
um í þeim jarðvegi, sem um er að ræða í það og það skiptið.
Nú á tímum þegar hagræðing og aukin framleiðni at-