Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Side 65
67
Kalsium.
Kalsíummagn jurta af lyngætt og bjarkaætt er allhátt, sér-
staklega þó í krækilyngi og sortulyngi. Sama er að segja um
blöðin af fjalldrapa og birki. Lítið er af kalsíum í ljósastör.
Kali.
Kalímagn jurta af lyngætt og bjarkarætt er ákaflega lágt.
IUndantekning eru þó blöðin á birki. Kalímagnið í ljósa-
stör er dálítið hærra en í hinum tegundunum, sem rannsak-
aðar voru.
Natrium.
Eins og getið er um í fyrri hluta þessarar greinar er mjög
misjafnt, hvað plönturnar taka mikið upp af natríum. Hins
vegar er trúlegt, að natríummagnið fari að nokkru eftir því,
hve mikið af natríum berst í jarðveginn eða á plöntuna, t. d.
í sjóroki. Natríummagnið í ilmbjörk er ofurlítið hærra en í
hinum tegundunum.
Það virðist ekki vera mikill munur á efnamagni jurta
eftir vaxtarstað, en sýnin eru það fá, að óvarlegt er að full-
yrða mikið um þetta. Allar eru þessar niðurstöður í sam-
ræmi við niðurstöður Ingva og Gunnars (1965).
V. Fosfór- og kalsíummagn í snarrót.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að gróður lifnar mis-
fljótt á vorin eftir legu landsins. í Borgarfirði grænkar
venjulega fyrst niðri við ströndina, en síðar upp til dala og
á fjöllum, og margir halda því fram að grös sölni síðar á
fjöllum. Þetta vakti þá spurningu, hvort efnamagn jurta
væri á sama tíma mismunandi, eftir hæð yfir sjávarmáli og
fjarlægð frá sjó. Sumarið 1959, 20. júní til 12. október, var
safnað sýnum af snarrót í mismunandi hæð yfir sjó. Kalsíum
og fosfór var ákvarðað í sýnunum. Snarrót (Deschampsia
caespitósa) var valin, því að hún er algeng beitarjurt, vex
víða og auðvelt að taka sýni af henni. Sýnunum var safnað
á eftirtöldum sjö stöðum: Á Hvanneyri, við Grímsá, Geirsá