Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Side 73

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Side 73
75 að búfé velur gróður með meira næringargildi en unnt er að safna með höndum. Tveir af höfundum þessarar greinar hafa áður miðað við kröfur hollenzkrar nefndar „Commissie Onderzoek Miner- ala Voeding“ (1963), um þarfir mjólkurkúa á beit fyrir steinefni í grasi. Nefndin gerði eftirtaldar kröfur til stein- efnamagns grassins: 0,35—0,45% af þurrefninu sé fosfór. 0,45—0,60% af þurrefninu sé kalsíum. Meira en 0,15% af þurrefninu sé natríum. Meira en 0,25% af þurrefninu sé magníum. Minna en 2,50% af þurrefninu sé kalí. Meira en 7 p. p. m. af þurrefninu sé kopar. Ef miðað er við rannsóknir á efnamagni, sem getið er um í þessari ritgerð og rannsóknir Ingva Þorsteinssonar og Gunnars Ólafssonar (1965), þá er fosfór-, kalsíum- og natri- ummagn jurtanna of lágt fyrir mjólkurkýr og eflaust annan búfénað. Sérstaklega er fosfórmagnið til baga of lágt. Á vor- in er hlutfallið milli kalsium og fosfórs iðulega óhagstætt fyrir búfé. (Sjá fyrri hluta greinarinnar). Bezt er talið að hlutfallið sé 1,3 af kalsíum á móti 1,0 af fosfór, en í mörgum sýnunum er minna af kalsíum en fosfór. Sumar plöntur, sem rannsakaðar voru eru auðugar af ein- stökum efnum og geta auðgað fóður gripanna af nauðsyn- legum fóðurefnum, ef þær eru að einhverju marki í beiti- landinu. Það er mikið af natríum í hálfgrösum á Hvanneyr- arfit og í klófífu frá Reykhólum. Einnig var mikið af kalsí- um í ljónslappa og loðvíði frá Reykhólum og Korpúlfsstöð- um og loðvíðirinn var þar að auki fosfórauðugur. (Ingvi Þorsteinsson og Gunnar Ólafsson, 1965). Það kom áþreifanlega í Ijós, að efnaskortur hamlaði þroska kvígna, sem beitt var á Grásteinsmýrina, í tilraun sem þar var gerð, ef þær fengu ekki fóðursölt með beitinni (Þorsteinn Þorsteinsson, Magnús Óskarsson og Viðar Kornerup-Hansen, 1964).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.