Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Qupperneq 73
75
að búfé velur gróður með meira næringargildi en unnt er
að safna með höndum.
Tveir af höfundum þessarar greinar hafa áður miðað við
kröfur hollenzkrar nefndar „Commissie Onderzoek Miner-
ala Voeding“ (1963), um þarfir mjólkurkúa á beit fyrir
steinefni í grasi. Nefndin gerði eftirtaldar kröfur til stein-
efnamagns grassins:
0,35—0,45% af þurrefninu sé fosfór.
0,45—0,60% af þurrefninu sé kalsíum.
Meira en 0,15% af þurrefninu sé natríum.
Meira en 0,25% af þurrefninu sé magníum.
Minna en 2,50% af þurrefninu sé kalí.
Meira en 7 p. p. m. af þurrefninu sé kopar.
Ef miðað er við rannsóknir á efnamagni, sem getið er um
í þessari ritgerð og rannsóknir Ingva Þorsteinssonar og
Gunnars Ólafssonar (1965), þá er fosfór-, kalsíum- og natri-
ummagn jurtanna of lágt fyrir mjólkurkýr og eflaust annan
búfénað. Sérstaklega er fosfórmagnið til baga of lágt. Á vor-
in er hlutfallið milli kalsium og fosfórs iðulega óhagstætt
fyrir búfé. (Sjá fyrri hluta greinarinnar). Bezt er talið að
hlutfallið sé 1,3 af kalsíum á móti 1,0 af fosfór, en í mörgum
sýnunum er minna af kalsíum en fosfór.
Sumar plöntur, sem rannsakaðar voru eru auðugar af ein-
stökum efnum og geta auðgað fóður gripanna af nauðsyn-
legum fóðurefnum, ef þær eru að einhverju marki í beiti-
landinu. Það er mikið af natríum í hálfgrösum á Hvanneyr-
arfit og í klófífu frá Reykhólum. Einnig var mikið af kalsí-
um í ljónslappa og loðvíði frá Reykhólum og Korpúlfsstöð-
um og loðvíðirinn var þar að auki fosfórauðugur. (Ingvi
Þorsteinsson og Gunnar Ólafsson, 1965).
Það kom áþreifanlega í Ijós, að efnaskortur hamlaði
þroska kvígna, sem beitt var á Grásteinsmýrina, í tilraun
sem þar var gerð, ef þær fengu ekki fóðursölt með beitinni
(Þorsteinn Þorsteinsson, Magnús Óskarsson og Viðar
Kornerup-Hansen, 1964).