Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Side 69
71
en í þurrum bakkanum. Úr bleytunni voru heilgrasasýnin
lítil og því hætta á lélegum mælingum, en þetta bendir þó
eindregið til þess að heilgrösin geti ekki minnkað þessi efni
þar sem jarðvegurinn er blautur og súrefnissnauður og
verða því að víkja fyrir hálfgrösunum, en myndin sýnir að
bæði fosfór og próteinmagn hálfgrasanna er minna í bleyt-
unni en á bakkanum, og þessi hæfileiki til að minnka þessi
efni gæti gert þeim kleift að lifa við verri aðstæður en heil-
grösin. Heilgrösin í mýrinni voru mjög lítil og trénissnauð
og gæti það hafa orkað til þess að gera magn fosfórs og pró-
teins meira. Væri þörf meiri rannsókna á þessu sviði.
Kalímagn heilgrasanna virðist líka vera hærra í heilgrös-
unum í bleytunni og er það í samræmi við norskar niður-
stöður (M. Ödelien 1961). Hálfgrösin hins vegar eru miklu
auðugri af kalíum á bakkanum en í bleytunni. Meiri vatns-
upptaka veldur væntanlega meiri upptöku af jónum.
VII. Efnamagn í hálfgrösum og heilgrösum, sem uxu í mýri
og á fitjum.
Framhald rannsóknanna, sem getið er um í síðasta kafla,
var að árið 1962 var borið saman efnamagn í gróðri, sem óx
í Grásteinsmýri, þar sem hún var blaut og á Hvanneyrarfit.
En Steindór Steindórsson ("1964) kallar gróðurhverfið fitjar.
Hvanneyrarfitin er litlu þurrari en mýri, en jarðvegur er
þar leirborinn. Aðstæðum á Fitinni er lýst í fyrri hluta þess-
arar greinar.
I mýrinni var eins og áður segir mest af túnvingli, língresi
og hálmgresi, blástör, klófífu og mýrarstör. Á Fitinni var
60—70% gróðursins hálmgresi (Calamagróstis neglécta),
20—25% gulstör (Carex Lyngbyei), en í minna mæli var lín-
gresi (Agróstis) og vallarsveifgras (Poa praténsis).
Á mynd 4 sést að kalí- og próteinmagn heilgrasa í Grá-
steinsmýri er miklu minna en árið áður (sjá mynd 3). Erfitt
er að skýra þetta, en benda má á að sumarið 1962 var þurr-
viðrasamara en sumarið 1961.
Það er mjög mikið af natríum í gulstörinni, eins og ýtar-