Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Page 69

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Page 69
71 en í þurrum bakkanum. Úr bleytunni voru heilgrasasýnin lítil og því hætta á lélegum mælingum, en þetta bendir þó eindregið til þess að heilgrösin geti ekki minnkað þessi efni þar sem jarðvegurinn er blautur og súrefnissnauður og verða því að víkja fyrir hálfgrösunum, en myndin sýnir að bæði fosfór og próteinmagn hálfgrasanna er minna í bleyt- unni en á bakkanum, og þessi hæfileiki til að minnka þessi efni gæti gert þeim kleift að lifa við verri aðstæður en heil- grösin. Heilgrösin í mýrinni voru mjög lítil og trénissnauð og gæti það hafa orkað til þess að gera magn fosfórs og pró- teins meira. Væri þörf meiri rannsókna á þessu sviði. Kalímagn heilgrasanna virðist líka vera hærra í heilgrös- unum í bleytunni og er það í samræmi við norskar niður- stöður (M. Ödelien 1961). Hálfgrösin hins vegar eru miklu auðugri af kalíum á bakkanum en í bleytunni. Meiri vatns- upptaka veldur væntanlega meiri upptöku af jónum. VII. Efnamagn í hálfgrösum og heilgrösum, sem uxu í mýri og á fitjum. Framhald rannsóknanna, sem getið er um í síðasta kafla, var að árið 1962 var borið saman efnamagn í gróðri, sem óx í Grásteinsmýri, þar sem hún var blaut og á Hvanneyrarfit. En Steindór Steindórsson ("1964) kallar gróðurhverfið fitjar. Hvanneyrarfitin er litlu þurrari en mýri, en jarðvegur er þar leirborinn. Aðstæðum á Fitinni er lýst í fyrri hluta þess- arar greinar. I mýrinni var eins og áður segir mest af túnvingli, língresi og hálmgresi, blástör, klófífu og mýrarstör. Á Fitinni var 60—70% gróðursins hálmgresi (Calamagróstis neglécta), 20—25% gulstör (Carex Lyngbyei), en í minna mæli var lín- gresi (Agróstis) og vallarsveifgras (Poa praténsis). Á mynd 4 sést að kalí- og próteinmagn heilgrasa í Grá- steinsmýri er miklu minna en árið áður (sjá mynd 3). Erfitt er að skýra þetta, en benda má á að sumarið 1962 var þurr- viðrasamara en sumarið 1961. Það er mjög mikið af natríum í gulstörinni, eins og ýtar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.