Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 11
13
ur, öfugt við það sem er á svæði 3, þar sem vöxturinn er
mikill, og þar er tæplega hægt að tala um skort á næringar-
efninu frá hagfræðilegu sjónarmiði séð, en þar gæti verið
skortur á öðrum næringarefnum.
Svæði 2 og 4 einkennast bæði af mikilli sveiflu í vexti og
smáum sveiflum í styrkleika næringarefna. Munur á styrk-
leika næringarefna skilur á milli svæðis 2 og 4. Séu niður-
stöður efnagreiningar á svæði 2, þá er nauðsynlegt að bera á
næringarefni það, sem um ræðir, en séu niðurstöður á svæði
4, getur verið um að ræða þörf fyrir eitt eða fleiri næringar-
efni önnur.
Við túlkun jarðvegsefnagreininga, en niðurstöður þeirra
eru venjulega því sem næst jafnvægisstyrkleikatölur, er einn-
ig nauðsynlegt, ef yfirsýn á að fást, að bera saman niður-
stöðu jarðvegsefnagreiningarinnar við viðeigandi hluta sér-
staks vaxtarlínurits, sem sýnir samhengið milli uppskeru og
jafnvægisstyrkleika næringarefnis í jarðvegssýnishorninu. í
samræmi við aðferð Lundegárths til túlkunar á plöntuefna-
greiningum, svo dæmi sé tekið, eru í mynd 8 teiknuð tvö
þessarra vaxtarlínurita, sem sýna samhengið milli fosfór-
sýrutölu (mælikvarði á jafnvægisstyrkleika fosfórs í jörð-
inni) og uppskeru við mikla og við litla gjöf köfnunarefnis.
Með þekkingu á samhenginu milli fosfórsýrutölu og vax-
andi magns af fosfóráburði hefur venjulegu vaxtarlínuriti
verið breytt í vaxtarlínurit eins og í mynd 8.
í mynd 9 eru vaxtarviðaukar á flatareiningu sýndir sem
fall af fosfórsýrutölu (samanber einnig mynd 8). Vandinn
við túlkun á jarðvegsefnagreiningum er og verður — eins og
sjá má af mynd 8 og 9 — hinn sami og við túlkun plöntu-
efnagreiningarinnar (myndir 4 og 5). Til dæmis er mismun-
andi vaxtarauki við sömu fosfórsýrutölu, því að köfnunar-
efnisáburðurinn hefur verið breytilegur, og einnig er sami
vaxtarauki við tvær mismunandi fosfórsýrutölur. Túlkunin
krefst eins og túlkun plöntuefnagreininga, þekkingar á við-
eigandi línuritum, sem eiga við staðinn.
Séu fyrir hendi tilraunagögn úr akurtilraunum, þar sem
hafa verið tekin jarðvegssýnishorn til efnagreiningar, þá má